Miðaldarmálari nokkra daga á sumri

Miðaldarmálari nokkra daga á sumri Aðalsteinn Þórisson myndlistarmaður með meiru er með einkasýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu frá 29. ágúst - 30. sept.

Fréttir

Miðaldarmálari nokkra daga á sumri

Aðalsteinn Þórisson myndlistarmaður með meiru er með einkasýningu í Kompunni Alþýðuhúsinu frá 29. ágúst - 30. sept. 2014

Sýningin "miðaldir mæta nútímanum" er afar áhugaverð fyrir þær sakir að ekki er hægt að hugsa sér meiri andstæður, annars vegar frá málverkum unnar af miðaldarstíl þar sem hann blandar saman eggtemperu og sýður sortulyng. Sullar því hvorutveggja saman á spýtur eða skinn eins og gert var á öldunum áður. Hins vegar er hann með listaverk unnin úr umbúðum nútímans frá eigin neyslu eins og súrmjólkurfernum og tepokum. Eins og Aðalsteinn segir sjálfur er þetta einkar áhættusamur gjörningur ef ekki beinlínis glæfraspil.


Listaverk úr einkasafni Aðalsteins gert úr umbúðum frá eigin neyslu

Við opnun sýningarinnar var Aðalsteinn með hugleiðingu um "handverk, list og annað föndur". Tóku ýmsir mætir menn og konur á öllum aldri þátt í umræðunum og voru skoðanaskiptin skemmtileg og ólík eins og vera ber.


Málverk unnið með fornu handverki miðalda

Aðalsteinn Þórisson lærði í Myndlistarskólanum á Akureyri og var samstíga Aðalheiði Sigríði Aðalsteinsdóttur í gegnum námið. Var því tilvalið að velja Alþýðuhúsið sem Aðalheiður rekur til að sýna þessi áhugaverðu verk.


Skemmtilegar umræður og hugleiðingar listamanna

Frekari upplýsingar um Aðalstein má sjá á heimasíðu hans steiniart.com


Aðalsteinn með konu sinni Karin Leenins hollenskum listamanni og gömlum kennara úr
Myndlistaskólanum honum Kristjáni Jóhannssyni

Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst