"Miðaldir mæta nútíma" í Alþýðuhúsinu föstudaginn 29. ágúst
Föstudaginn 29. ágúst kl. 20.00 opnar Aðalsteinn
Þórsson sýninguna " miðaldir mæta nútíma" í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Á opnuninni eða kl. 20.30 mun Aðalsteinn vera með hugleiðingu um " handverk, list og annað föndur "
"Um nokkurt skeið hefur Aðalsteinn Þórsson þóst vera miðaldamálari
nokkra daga á sumri. Þá blandar hann eggtemperu og sýður sortulyng. Sullar hvorutveggja á spýtur eða skinn með mjög stjórnuðum
hætti, eins og gert var fyrrum. Hann reynir jafnvel að teikna og mála "gömul viðfangsefni" nútíma maðurinn. Afganginn af árinu vinnur hann helst
að Einkasafninu sínu, sem fellst aðallega í að búa ekki til neitt, en sýna hluti úr sínu persónulega safni.
Á þessari sýningu ætlar hann að blanda saman hvoru tveggja eggtemprunni og Einkasafninu. Hann
sér þettað sem einkar áhættusamann gjörning ef ekki beinlínis glæfraspil.
steiniart.com vefsíða Aðalsteins."
Allar upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar eru stuðningsaðilar Alþýðuhússins.
Athugasemdir