Midnight sun race

Midnight sun race Lítið fór fyrir Midnight Sun Race siglingakeppninni sem fara átti fram um síðustu helgi. Keppnin er sú eina sinnar tegundar á Norður

Fréttir

Midnight sun race

Þessi glæsilega sænska skúta tók ekki þátt í midnight sun race
Þessi glæsilega sænska skúta tók ekki þátt í midnight sun race
Lítið fór fyrir Midnight Sun Race siglingakeppninni sem fara átti fram um síðustu helgi. Keppnin er sú eina sinnar tegundar á Norður Atlantshafinu og til stóð að sigla frá Siglufirði umhverfis Grímsey og til baka.

Á heimasíðu keppninnar kemur fram að vegna ófyrirséðra atburða hafi keppninni verið frestað þetta árið. Keppnin fyrir 2011 verður tilkynnt síðar.

Fjallabyggð var úthlutað framlögum á fjárlögum 2010 vegna miðstöðvar skútusiglinga í Norður-Atlantshafi, 2,5 milljónum og 1,5 miljón vegna Iceland Midnight Sun Race.

Ekki náðist í Sigmar B. Hauksson framkvæmdastjóra keppninnar við vinnslu fréttarinnar þannig að þessir ófyrirséðu atburðir verða ekki skýrðir frekar að þessu sinni.

Hver svo sem ástæðan er fyrir frestun kepninnar þá er það vissulega leiðinlegt að þetta gangi ekki upp þetta árið.

Það er búið að kosta ýmsu við markaðssetningu Midnight sun race og það er vonandi að þetta skili sér í góðri keppni á næsta ári.


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst