Mig vantar leiðtoga !
halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/#entry-912174 | Rebel | 12.07.2009 | 13:24 | Robert | Lestrar 310 | Athugasemdir ( )
Mig vantar leiðtoga, sem segir við heiminn hingað og ekki lengra !
Þjóð okkar er í nauðum. Fjármálakerfi hennar er hrunið. Við verðum að grípa til örþrifaráða varðandi fjármálaviðskipti við umheiminn. Þeir sem ekki eru vinir okkar eru óvinir okkar. Við verðum að komast af án þeirra.
Við munum ekkert greiða af erlendum skuldum landsins nema það sem við getum og teljum nauðsynlegt hverju sinni. Við getum ekki greitt erlendar skuldir óreiðumanna, til þess skortir okkur afl. Við getum ekki og viljum ekki veðsetja framtíð hins óborna jóðs.
Í hundrað áratugi þraukaði þetta fólk sem nú er hnípið við hið yzta haf. Stundum lá við að náttúruhamfarir, drepsóttir eða hörmungar af mannavöldum myndi slökkva hin síðasta lífsneista á landinu. Kjarkur þjóðarinnar og lífsvilji lá í dvala um dimmar aldir. En hún braust þó áfram í þeirri trú að á morgni nýrrar aldar myndi hún aftur upp rísa og menningin vaxa í lundi nýrra skóga.
Skógarnir hafa margfaldast og innviðir þjóðarinnar hafa styrkst. En þjóðin hefur sundrast og misréttið hefur margfaldast. Fáir menn hafa leikið hina mörgu grátt. Þeir hafa tekið eyri ekkjunnar til sín og sóað honum í fjárhættuspilum um víða veröld. Þeir hafa lagt það land sem við köllum ættjörð okkar undir og tapað. Nú segjast þeir hafa haft til þess fullt umboð og krefja okkar þjóð um að hún standi upp af staðfestum sínum. Leggi aleigu sína og óborinna kynslóða á spilaborð manna sem fæst okkar þekkja. Þjóð sem ekki vissi hvað undir var lagt eða hvað spilað var um. Engum einum þegni þjóðar getur verið heimilt að leggja ættjörð sína undir í eiginhagsmunaskyni. Hvorki hjá okkar þjóð né með öðrum þjóðum. Sá tími er liðinn að einstakir menn geti selt þjóðir og lönd í þrældóm.
Tími er því kominn til þess að við rísum upp og segjum nei. Forfeður okkar komu til þessara stranda í leit að betra lífi og frelsi frá skuldheimtumönnum erlendra ríkismanna. Til lítils höfum við þá farið um aldir ef þau eiga að verða okkar örlög, að glata landinu okkar og ættarjörð í fánýtum fjárhættuspilum hinna fáu. Þeir skulu svara til saka fyrir okkar æðsta dómstól vegna gjörða sinna, sem eru svik við ættjörðina og þjóð sína um leið og þær eru herfileg svik við ykkur sem þeir hafa skaðað í ranglega okkar nafni.
Við þá erlendu ríkismenn, sem nú að okkur sækja segjum við :
Í fyllingu tímans skulum við reyna að bæta ykkur á einhvern hátt þær sakir sem þér nú teljið til skuldar hjá okkar þjóð. En börnin okkar og framtíð þeirra ganga fyrir því að við látum af hendi lífsbjargir þeirra til ykkar hér og nú. Við getum það hvorki né megum. Meira getum við ekki gert á þessari stundu fyrir ykkur sem við biðjum ykkur að virða.
Þjóð okkar er ung og starfsfús. Hendur hennar munu skapa auð á ný sem mun verða okkur öllum til gagns. Hrindið ekki okkur hrasandi til falls þér göfugu herrar. Reynist okkur heldur vel í raunum okkar og við heitum ykkur vináttu í staðinn. Því að vinátta okkar sem kúgaðrar og sigraðrar þjóðar myndi heldur ekki reynast ykkur annað en stundarfró sem fyrr en varði hefði getað snúist í andhverfu sína..
Íslenzk þjóð mun lifa áfram við hið yzta haf. Hún er frjáls og á ein sitt stríð og sín opnu sund. Fyrr en varir mun henni aftur skína sól úr skýjum, þó svo að þið teljið hana á þessari stundu ekki tæka í samfélag ykkar.
Það sólskin mun einnig ná til ykkar í fyllingu tímans. Og þá munuð þið fagna með okkur, að lengra var ekki gengið á þessum tíma í að beygja okku hina sigruðu í svaðið.
Hver þjóð verður að fá tækifæri til þess að sjá fyrir sér og börnum sínum fyrst áður en hún getur hugað að hag annara.
Því miður miklu herrar, við getum ekki annað !
Mig vantar leiðtoga !
Þjóð okkar er í nauðum. Fjármálakerfi hennar er hrunið. Við verðum að grípa til örþrifaráða varðandi fjármálaviðskipti við umheiminn. Þeir sem ekki eru vinir okkar eru óvinir okkar. Við verðum að komast af án þeirra.
Við munum ekkert greiða af erlendum skuldum landsins nema það sem við getum og teljum nauðsynlegt hverju sinni. Við getum ekki greitt erlendar skuldir óreiðumanna, til þess skortir okkur afl. Við getum ekki og viljum ekki veðsetja framtíð hins óborna jóðs.
Í hundrað áratugi þraukaði þetta fólk sem nú er hnípið við hið yzta haf. Stundum lá við að náttúruhamfarir, drepsóttir eða hörmungar af mannavöldum myndi slökkva hin síðasta lífsneista á landinu. Kjarkur þjóðarinnar og lífsvilji lá í dvala um dimmar aldir. En hún braust þó áfram í þeirri trú að á morgni nýrrar aldar myndi hún aftur upp rísa og menningin vaxa í lundi nýrra skóga.
Skógarnir hafa margfaldast og innviðir þjóðarinnar hafa styrkst. En þjóðin hefur sundrast og misréttið hefur margfaldast. Fáir menn hafa leikið hina mörgu grátt. Þeir hafa tekið eyri ekkjunnar til sín og sóað honum í fjárhættuspilum um víða veröld. Þeir hafa lagt það land sem við köllum ættjörð okkar undir og tapað. Nú segjast þeir hafa haft til þess fullt umboð og krefja okkar þjóð um að hún standi upp af staðfestum sínum. Leggi aleigu sína og óborinna kynslóða á spilaborð manna sem fæst okkar þekkja. Þjóð sem ekki vissi hvað undir var lagt eða hvað spilað var um. Engum einum þegni þjóðar getur verið heimilt að leggja ættjörð sína undir í eiginhagsmunaskyni. Hvorki hjá okkar þjóð né með öðrum þjóðum. Sá tími er liðinn að einstakir menn geti selt þjóðir og lönd í þrældóm.
Tími er því kominn til þess að við rísum upp og segjum nei. Forfeður okkar komu til þessara stranda í leit að betra lífi og frelsi frá skuldheimtumönnum erlendra ríkismanna. Til lítils höfum við þá farið um aldir ef þau eiga að verða okkar örlög, að glata landinu okkar og ættarjörð í fánýtum fjárhættuspilum hinna fáu. Þeir skulu svara til saka fyrir okkar æðsta dómstól vegna gjörða sinna, sem eru svik við ættjörðina og þjóð sína um leið og þær eru herfileg svik við ykkur sem þeir hafa skaðað í ranglega okkar nafni.
Við þá erlendu ríkismenn, sem nú að okkur sækja segjum við :
Í fyllingu tímans skulum við reyna að bæta ykkur á einhvern hátt þær sakir sem þér nú teljið til skuldar hjá okkar þjóð. En börnin okkar og framtíð þeirra ganga fyrir því að við látum af hendi lífsbjargir þeirra til ykkar hér og nú. Við getum það hvorki né megum. Meira getum við ekki gert á þessari stundu fyrir ykkur sem við biðjum ykkur að virða.
Þjóð okkar er ung og starfsfús. Hendur hennar munu skapa auð á ný sem mun verða okkur öllum til gagns. Hrindið ekki okkur hrasandi til falls þér göfugu herrar. Reynist okkur heldur vel í raunum okkar og við heitum ykkur vináttu í staðinn. Því að vinátta okkar sem kúgaðrar og sigraðrar þjóðar myndi heldur ekki reynast ykkur annað en stundarfró sem fyrr en varði hefði getað snúist í andhverfu sína..
Íslenzk þjóð mun lifa áfram við hið yzta haf. Hún er frjáls og á ein sitt stríð og sín opnu sund. Fyrr en varir mun henni aftur skína sól úr skýjum, þó svo að þið teljið hana á þessari stundu ekki tæka í samfélag ykkar.
Það sólskin mun einnig ná til ykkar í fyllingu tímans. Og þá munuð þið fagna með okkur, að lengra var ekki gengið á þessum tíma í að beygja okku hina sigruðu í svaðið.
Hver þjóð verður að fá tækifæri til þess að sjá fyrir sér og börnum sínum fyrst áður en hún getur hugað að hag annara.
Því miður miklu herrar, við getum ekki annað !
Mig vantar leiðtoga !
Athugasemdir