Miklar landanir hjá Ramma í Fjallabyggð
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 17.02.2010 | 15:00 | | Lestrar 456 | Athugasemdir ( )
Miklum afla hefur verið landað á vegum Ramma í Fjallabyggð frá áramótum. Sigurbjörg og Mánaberg lönduðu nýlega 455 tonnum af fiski að verðmæti 344 milljónir króna og rækjuskipin Sigurborg og Siglunes hafa landað 350 tonnum af rækju og 25 tonnum af fiski. Rækjan hefur öll farið til vinnslu í rækjuverksmiðjunni á Siglufirði.
Múlaberg er nýkomið úr slipp á Akureyri og er að hefja veiðar frá Þorlákshöfn þar sem skipið verður fram á vor og Jón á Hofi og Fróði afla og hráefnis fyrir vinnsluna þar.
Athugasemdir