Minningamót í blaki
sksiglo.is | Íþróttir | 30.01.2011 | 13:57 | Siglosport | Lestrar 928 | Athugasemdir ( )
Í gær var haldið blakmót til minninga um Birgir Guðlaugsson blakmann. Það voru um 50 félagar í blakklúbbunum Hyrnunni, Súlum og Dýfum sem mættu í til leiks og skemmtu sér hið besta. Um kvöldið var svo blásið til lokahófs þar sem verðlaun voru veitt fyrir bestu árangrana á mótinu og valdir voru bestu nýliðar klúbbanna.
Gítarsveit Hyrnumanna var að sjálfsögðu á lokahófinu og hélt hún að venju uppi fjörinu og öflugum fjöldasöng fram eftir kvöldi.
Dýfurnar voru mættar fyrstar til að setja upp netin.
Mundý smassar.
Klárlega gróft yfirstig hjá Steinari.
Sigurður Egill smassar í vegginn hinu megin.
Súlur, Dýfur og Hyrnumenn.
Addi agndofa yfir tilburðum Helgu.
Smá von.
Athugasemdir