Minningarsteinn í Ólafsfirði

Minningarsteinn í Ólafsfirði Í kirkjugarðinum í Ólafsfirði er fallegur steinn þar sem fólk getur minnst ættingja og vina sem hvíla annarsstaðar en í

Fréttir

Minningarsteinn í Ólafsfirði

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Í kirkjugarðinum í Ólafsfirði er fallegur steinn þar sem fólk getur minnst ættingja og vina sem hvíla annarsstaðar en í kirkjugarðinum. Allan ársins hring, nánast á hverjum degi loga kerti við steininn til minningar um þá sem látnir eru. Ég og mín fjölskylda erum ein af ein af þeim fjölmörgu sem höfum notfært okkur þennan möguleika allt frá því steininum var þarna fyrir komið og þannig verið auðveldara fyrir okkur að halda minningu ástvina okkar á lofti. Ef ég man rétt þá var það að frumkvæði félagsskapar um sorg og sorgarviðbrögð í Ólafsfirði sem steinninn var settur í kirkjugarðinn og líklega kom sóknarpresturinn á þeim tíma Sigríður Guðmarsdóttir einnig þar við sögu. Það væri hinsvegar gaman að fá upplýsingar um þetta mál, hvenær steinninn var settur þarna niður, hverjir stóðu að því og fleira ef eitthvað er. Sömuleiðis væri gaman að vita hvort fleiri slíka steina sé að finna í kirkjugörðum landsins. Hér á Akureyri er ekki jafn góð aðstaða og í Ólafsfirði að þessu leiti en það ætti að vera auðvelt að bæta úr því ef vilji er til þess.

/desktop-mynd-small_1230903901753

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst