Mynd tekin af Paul W. Smith á Siglufirði um 1930

Mynd tekin af Paul W. Smith á Siglufirði um 1930 Karl Smith sendi okkur nokkrar gamlar myndir sem koma úr safni afa hans, Paul W. Smith verkfræðings

Fréttir

Mynd tekin af Paul W. Smith á Siglufirði um 1930

Karl Smith sendi okkur nokkrar gamlar myndir sem koma úr safni afa hans, Paul W. Smith verkfræðings (1881-1967) og voru teknar á ferðalagi hans og konu hans Octaviu um norðurland rétt um 1930. 

Paul W.Smith, kom til Íslands 1905 í hópi verkfræðinga Olavs Forbergs til að setja upp landssímakerfið hér á land. Paul stjórnaði stauralagningunni frá Seyðisfirði til Akureyrar og varð reyndar fyrsti símstöðvarstjórinn á Akureyri um tíma. Paul stofnaði innflutningsfyrirtæki um eða fyrir 1920 "P.Smith & Co" sem síðar eða um 1955 var gert að hlutafélagi og heitir í dag "Smith og Norland".

Karl Smith er sonur Gunnars Smith (1908-1980). En bræður Gunnars eru Erling ogThorolf Smith en hann var yngstur og þekktur sem útvarpsmaður og rithöfundur. Afi þeirra var Carl Jul. Grönvold faktor á Siglufirði.
 
 
Við þökkum Karli kærlega fyrir að senda okkur þessa mynd og fleiri sem munu birtast næstu daga.

Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst