Myndakvöld á vegum Siglfirðingafélagsins

Myndakvöld á vegum Siglfirðingafélagsins Leó Óla var svo vænn að senda okkur þennan pistil um myndakvöldið.Á þriðjudagskvöldið var haldið myndakvöld á

Fréttir

Myndakvöld á vegum Siglfirðingafélagsins

Ljósmynd Leó Óla.
Ljósmynd Leó Óla.

Leó Óla var svo vænn að senda okkur þennan pistil um myndakvöldið.

Á þriðjudagskvöldið var haldið myndakvöld á vegum Siglfirðingafélagsins og Ljósmyndasafns Siglufjarðar í Kornhlöðunni (Lækjarbrekku) í Reykjavík. Mæting var góð og kennsl voru borin á velflesta þá sem spurt var um. Óhætt er að segja að vel fór þarna saman bæði gagn og gaman, því margir hinna mannglöggu gesta unnu gott starf um leið og kærkomið tækifæri gafst til að heilsa upp á sveitunga sína.


 En hér í fjölmenninu á suðvesturhorninu gerist slíkt mun sjaldnar en á heimaslóðum svo skrýtið sem það nú er.

Leó R.Ólason.



Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst