Myndir frá Akureyri þar sem öldungamótið í blaki fór fram um síðustu helgi
sksiglo.is | Almennt | 06.05.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 979 | Athugasemdir ( )
Eins og mjög margir Siglfirðingar vita fór öldungamótið í blaki fram síðustu helgi á Akureyri.
Nokkur lið frá Siglufirði kepptu en þau voru frá Hyrnunni, Súlum og svo nýja liðið Skriður sem sýndu ótrúlega flotta
takta á blakmótinu.
Ég náði þessum ansi hreint skemmtilegu myndum af Skriðum og einhverjum
Súlu stúlkum á Akureyri þar sem þær sýndu sannan keppnisanda og hlógu og skríktu á meðan þær voru að gera
það sem nauðsynlega þurfti að gera.
Sem betur fer var góður sófi þarna þannig að maður gat lagt sig
þegar vel var liðið á annan klukkutíma frá byrjun þessa merkilega kappleikjar sem "útsölulok, allt á að seljast" eru.
Svo koma bara myndir seinna frá blakmótinu sjálfu.
Hér voru þær Ása og Silla að missa sig í leikgleðinni.
Hér sést lágvörnin ljómandi vel. Ása Guðrún og Sigurlaug kíkka á miðana.
Bella
var að spöggulera í því að smassa þessar buxur.
Já það var virkilega gott snið á þessum.
Það var bara svo mikið úrval og svo rosalega gott í þessu.
Vel
liðið á annan klukkutíma og meira að segja Ása búin að gefast upp.
Það er svo gaman að segja frá því að stúlkurnar
töpuðu þessum leik og gengu pokalausar út.
Athugasemdir