Náttúrulega
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 01.08.2009 | 07:40 | Robert | Lestrar 227 | Athugasemdir ( )
Úti í náttúrunni fjarri skarkala og náreitis þéttbýlisins. Íslendingar segjast líka flestir vera
miklir náttúruunnendur og fátt sé betra við að búa á Íslandi en þessi mikla nánd við náttúruna og
auðvelt aðgengi að óspilltri náttúru- og dýralífi. En það skiptir víst máli hvort við förum út í
náttúruna eða hvort hún kemur óboðin inn á okkar svæði. Um þetta er nokkur nýleg dæmi.
Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því í fréttum að Bolvíkingar hefðu kvartað formlega yfir því hvað
krían þar vestra væri komin nálægt byggð og angraði þ.a.l. íbúa Bolungarvíkur og gesti þeirra.Bæjarstjórnin mun hafa tekið málið til umræðu og kannað möguleika á því hvernig hægt væri að koma
kríustofninum þar vestra í skilning um að halda sig fjarri byggð. Það var víst fátt um góð ráð í
þeim efnum og krían fer sínu fram þrátt fyrir andstöðu íbúa. Náttúran mætt til byggða.
Það muna líklega flestir eftir herferð Gísla Marteins og félaga í sjálfstæðisflokknum um árið gegn
mávinum við Reykjavíkurtjörn. Þessi fallegi fugl hafði tekið upp á því að sækja sér næringu við
tjörnina vegna fæðuskorts í sjónum, hungrið rak hann áfram. Best finnst honum að fá góðan
brauðfylltan andarunga í tóman belginn enda eru borgarbúar duglegir að henda brauði og öðrum
matarafgöngum í tjörnina þar sem ungarnir svamla um í sakleysi sínu. Ungar mávsins nutu góðs af
þessari sjálfsbjargarviðleitni foreldranna sem komu mörgum þeirra á legg þrátt fyrir harðræðið.
Sumir segja allt of mörgum. Náttúran snýst til varnar.
Að lokum var svo sagt frá því í vikunni að frásleppukarlar vildu að skötuselskvóti verði aukinn og
hann hafður utan kvóta þegar hann veiðist í grásleppunet. Ástæðan er sú að skötuselur fæst orðið
víðar en áður og oftar en ekki í grásleppunet. Karlarnir benda á máli sínu til stuðnings að
skötuselurinn sé ránfiskur og því réttlætanlegt að veiða sem mest af honum og langt umfram
ráðleggingar. Náttúran riður sér ný svæði.
Allt eru þetta dæmi um að það skiptir máli hvort við förum út í náttúruna eða hvort náttúran kemur
til okkar. Við viljum hafa náttúruna í öruggri fjarlæð og ef hún gerir sig líklega til að nálgast
okkur um of þá grípum við til aðgerða til að halda henni í skefjum. Skjótum fugla, eyðum varpi eða
eyðum stofnum. Enda er skötuselur réttlaust rándýr eins og grásleppuveiðimennirnir segja. Hvaða
augum ætli grásleppan líti málið?
miklir náttúruunnendur og fátt sé betra við að búa á Íslandi en þessi mikla nánd við náttúruna og
auðvelt aðgengi að óspilltri náttúru- og dýralífi. En það skiptir víst máli hvort við förum út í
náttúruna eða hvort hún kemur óboðin inn á okkar svæði. Um þetta er nokkur nýleg dæmi.
Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því í fréttum að Bolvíkingar hefðu kvartað formlega yfir því hvað
krían þar vestra væri komin nálægt byggð og angraði þ.a.l. íbúa Bolungarvíkur og gesti þeirra.Bæjarstjórnin mun hafa tekið málið til umræðu og kannað möguleika á því hvernig hægt væri að koma
kríustofninum þar vestra í skilning um að halda sig fjarri byggð. Það var víst fátt um góð ráð í
þeim efnum og krían fer sínu fram þrátt fyrir andstöðu íbúa. Náttúran mætt til byggða.
Það muna líklega flestir eftir herferð Gísla Marteins og félaga í sjálfstæðisflokknum um árið gegn
mávinum við Reykjavíkurtjörn. Þessi fallegi fugl hafði tekið upp á því að sækja sér næringu við
tjörnina vegna fæðuskorts í sjónum, hungrið rak hann áfram. Best finnst honum að fá góðan
brauðfylltan andarunga í tóman belginn enda eru borgarbúar duglegir að henda brauði og öðrum
matarafgöngum í tjörnina þar sem ungarnir svamla um í sakleysi sínu. Ungar mávsins nutu góðs af
þessari sjálfsbjargarviðleitni foreldranna sem komu mörgum þeirra á legg þrátt fyrir harðræðið.
Sumir segja allt of mörgum. Náttúran snýst til varnar.
Að lokum var svo sagt frá því í vikunni að frásleppukarlar vildu að skötuselskvóti verði aukinn og
hann hafður utan kvóta þegar hann veiðist í grásleppunet. Ástæðan er sú að skötuselur fæst orðið
víðar en áður og oftar en ekki í grásleppunet. Karlarnir benda á máli sínu til stuðnings að
skötuselurinn sé ránfiskur og því réttlætanlegt að veiða sem mest af honum og langt umfram
ráðleggingar. Náttúran riður sér ný svæði.
Allt eru þetta dæmi um að það skiptir máli hvort við förum út í náttúruna eða hvort náttúran kemur
til okkar. Við viljum hafa náttúruna í öruggri fjarlæð og ef hún gerir sig líklega til að nálgast
okkur um of þá grípum við til aðgerða til að halda henni í skefjum. Skjótum fugla, eyðum varpi eða
eyðum stofnum. Enda er skötuselur réttlaust rándýr eins og grásleppuveiðimennirnir segja. Hvaða
augum ætli grásleppan líti málið?
Athugasemdir