Njörður og Haffrúin
sksiglo.is | Almennt | 30.10.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 792 | Athugasemdir ( )
Á undanförnum misserum hefur Njörður verið að gera eftirmynd af
Haffrúnni. Ég hef fengið að fylgjast með Nirði þegar hann var að smíða skipið og óhætt er að segja að það hafi
verið vandað vel til verks við smíðina og öll smáatriðin sem prýða skipið eru hreint út sagt ótrúleg.
Haffrúin var smíðuð árið 1850 fyrir Jón Jónssson og Baldvin
Magnússon bændur á Siglunesi. Skipið var úr furu og hét áður Hákarl og var opinn súðbyrðingur. Björn Skúlason
í Vík eignaðist skipið svo um 1862 og nefndi það Haffrúna og bar skipið það nafn þangað til það fórst er það
strandaði við Skaga í apríl 1864 og fórust allir sem í því voru. Heimildir um þetta koma frá "Frá Hvanndölum til
Úlfsdala" 3. bindi.
Hér eru svo myndir frá því að Njörður byrjaði að smíða Haffrúna og svo fleiri myndir þegar smíðinni var lokið.
Hér er Njörður að setja böndin í að framan.
Hér sést frameftir skipinu.
Hér er Njörður að vinna við að saga böndin.
Framendi skipsins.
Hér er Njörður að setja böndin í.
Hér er Njörður búinn að benda skipið og setja dekkbita og fyrir neðan sjást kojur og pallar.
Mastrið að koma á skipið. Fremst á skipinu sést fyrsta borðið á lunningu.
Hér er mastrið komið í og fast.
Hér sést svo beint framan á skipið og lunningin komin á.
Hér sést stýrið. Efnið í stýrinu er úr danska herskipinu Thorsteinskjöld og er líklega 250 ára gömul eik.
Hér er verið að taka dekkhúsið og sést í stigann og kojurnar að aftan.
Hér er svo Njörður að koma þessu á sinn stað.
Athugasemdir