Norðaustanröst Vestfjarðamiða
esv.blog.is/blog/esv/#entry-695866 | Rebel | 03.03.2009 | 16:35 | Robert | Lestrar 222 | Athugasemdir ( )
Á þessu spákorti Reiknistofu í Veðurfræði af
Belgingsvefnum sést afskaflega vel hvað norðaustanvindröstin getur
verið skörp úti fyrir Vestfjörðum. Gildistími kortsins er kl. 06 í
fyrramálið (3. mars). Röstin er reyndar spáð inn á land í fyrramálið.
Þegar maður sér vindakort eins og þetta skilur maður vel hvað átt er viðþegar sagt er að "veðrið hafi brostið á eins og hendi væri veifað". Enda er að sjá sem veðurhæð verði 3 m/s utantil í Djúpinu á meðan yfir 25 m/s eru einhverjum 10 mílum utar eða tæplega það.
Spáin er grundvölluð á GFS og upplausnin 9km.
Athugasemdir