Norðaustanröst Vestfjarðamiða

Norðaustanröst Vestfjarðamiða Á þessu spákorti Reiknistofu í Veðurfræði af Belgingsvefnum sést afskaflega vel hvað norðaustanvindröstin getur verið

Fréttir

Norðaustanröst Vestfjarðamiða

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Á þessu spákorti Reiknistofu í Veðurfræði af Belgingsvefnum sést afskaflega vel hvað norðaustanvindröstin getur verið skörp úti fyrir Vestfjörðum.  Gildistími kortsins er kl. 06 í fyrramálið (3. mars).  Röstin er reyndar spáð inn á land í fyrramálið.

 Þegar maður sér vindakort eins og þetta skilur maður vel hvað átt er viðþegar sagt er að "veðrið hafi brostið á  eins og hendi væri veifað".  Enda er að sjá sem veðurhæð verði 3 m/s utantil í Djúpinu á meðan yfir 25 m/s eru einhverjum 10 mílum utar eða tæplega það.

Spáin er grundvölluð á GFS og upplausnin 9km.

NA-röst 3. mars spá frá Belgingi.is


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst