Norðlendingur ársins 2008
Norðlendingur ársins 2008, að mati hlustenda Útvarps Norðurlands, er Sindri Cæsar Magnason.
Sindri vann þá hetjudáð,
í nóvember síðastliðnum, að bjarga konu úr bíl sem oltið hafði út í Eyjafjarðará.
Bíllinn fór á hvolf í mittisdjúpu vatni og var konan meðvitundarlaus þegar Sindir náði að opna hurð á bílnum og bjarga
konunni á þurrt.
Norðlendingur ársins er jafnframt fulltrúi hóps vegfarenda sem að slysinu komu og náðu, með miklu snarræði og samstilltu átaki, að
bjarga lífi konunnar.
Meðfylgjandi er mynd af Sindra með viðurkenningarskjal frá Útvarpi Norðurlands.
Heimild RÚV (fréttatilkynning)
Athugasemdir