Norðmenn góðir við okkur
Veðurblíða og hlýindi síðustu daga hafa vart fram hjá íbúum Fjallabyggðar og gestum þeirra. Hitastig hefur farið vel yfir 20 gráður á skjólsælum stöðum og greinilegt að fólk kann þess að njóta. Vinir okkar noðrmenn spá blíðu um helgina á Sigló og Ólafsfirði og einnig um verslunamannahelgina svo það stefnir í stórt og skemmtilegt Síldarævintýri enda dagskrá þess skemmtileg og spennandi.
Það er ávalt líf við smábátahöfnina.
Og skemmtilegt að fylgjast með því sem þar fer fram.
Norska spáin er okkur góð og er útlit fyrir veðurblíðu um verslunamannahelgina.
Ljósmyndir Sveinn Hjartarson.
Athugasemdir