Norðurljós
Það er nokkuð ljóst að áhugamenn um næturmyndatöku og norðurljós hafa ekki riðið feitum hesti upp á síðkastið
hér á Tröllaskaganum, og ekki útlit fyrir að það breytist á næstu dögum miðað við veðurspá.
Ekki laust við að undirritaður sé búin að gleyma hvernig stjörnurnar og norðurljós líta út með berum augum.
En það gerir mann og þá sem áhuga hafa á slíku stórkostlegu sjónarspili sem ljósin eru enn spenntari og nokkuð viss að ekki
líður á löngu þar til himininn glóir á ný með tilheyrandi gleði hér í Fjallabyggð fyrir stjörnu og
norðurljósa áhugamenn.
Hér eru nokkrar myndir fyrir þá sem líka hafa gleymt...
Ljósmyndir Fróði Brinks
Norðurljós yfir Skarðsdal, Siglufirði
Eyjafjörður
Skógræktin á Siglufirði
Athugasemdir