Norðurljósin yfir Skarðinu

Norðurljósin yfir Skarðinu Á mánudagskveld fórum við 3 félagarnir upp í Skarðsdal til þess að freista þess að sjá norðurljósin og jafnvel til þess að ná

Fréttir

Norðurljósin yfir Skarðinu

Á mánudagskveld fórum við 3 félagarnir upp í Skarðsdal til þess að freista þess að sjá norðurljósin og jafnvel til þess að ná nokkrum myndum af þeim. 
 
Norðurljósin hafa sýnt sínar beztu hliðar síðustu 2 kvöld og maður hreinlega gleymir sér algjörlega í þessum svokölluðu norðurljósamyndatökum.
 
Það var blíðuveður, ísjökulkalt og logn. Alveg heiðskýrt og ótrúlega fallegt.
 
Með mér í þessari norðurljósasvaðilför voru þeir Gunnlaugur Guðleifsson og Fróði Brinks.
 
Hér eru nokkrar myndir sem ég tók , þó svo að þær jafnist nú líklega ekkert á við þær myndir sem þeir Canon-kallarnir tóku þegar þeir dúlluðu sér saman með Canon vélarnar sínar þarna aðeins fyrir neðan Nikon-in.
 
En allavega fyrir ykkur sem hafið áhuga á norðurljósum þá eru hér nokkrar myndir.
 
norðurljósin í skarðinuÞessi mynd er tekin efst upp á Bungunni fyrir ofan Skíðasvæðið í Skarðsdal. Horft í austur.
 
norðurljósin í skarðinuÞessi er líka uppi á bungunni. Mynd líklega tekin í norður.
 
norðurljósin í skarðinuHér sjást þeir félagar Gulli Stebbi og Fróði Brinks. Fróði stendur nær okkur og Gulli fjær.
 
norðurljósin í skarðinuÞessi mynd er líka tekin upp á Bungunni.
 
norðurljósin í skarðinuÞessi mynd er tekin efst í sjálfu Skarðinu. Hér sést Bungulyftan og hluti af skíðasvæðinu.
 
norðurljósin í skarðinuFljótamegin efst í Skarðinu.
 
norðurljósin í skarðinuSiglufjarðarskarð.
 
norðurljósin í skarðinuRaflínumastur í Siglufjarðarskarði.
 
norðurljósin í skarðinu
 
norðurljósin í skarðinuFljótamegin í Siglufjarðarskarði.
 
norðurljósin í skarðinuÞessi mynd er tekin Siglufjarðarmegin í Skarðinu. 
 
norðurljósin í skarðinu
 
Norðurljósin í skarðinuMynd tekin efst í T-lyftu.
 
Norðurljósin í skarðinuMynd tekin efst í T-lyftu í skíðasvæðinu í Skarðsdal.
 
Norðurljósin í skarðinuHorft í átt að skíðasvæðinu í Skarðsdal.
 
Norðurljósin í skarðinuSiglufjörður. Mynd tekin í hlíð Hólshyrnunnar.
 

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst