Norræn "velferð"

Norræn "velferð" Nú er svo komið að 51% Dana stunda ekki vinnu af ýmsum ástæðum svo sem vegna þess að þeir eur atvinnulausir, elli- eða

Fréttir

Norræn "velferð"

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Nú er svo komið að 51% Dana stunda ekki vinnu af ýmsum ástæðum svo sem vegna þess að þeir eur atvinnulausir, elli- eða örorkulífeyrisþegar, börn eða námsmenn. Þau 49% sem eru vinnandi verða að skapa verðmætin sem eiga að standa undir sínum eigin lífskjörum, sem og hinna sem ekki eru vinnandi.

Hér á landi mun hlutfall þeirra sem ekki eru virkir á vinnumarkaði vera á bilinu 40-45%, þó erfitt sé að finna nákvæmar tölur um það á netinu, og sjá allir að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, enda Danir komnir algerlega á endastöð í þessu efni og leita nú allra leiða til að snúa þessari þróun við.

Með áframhaldandi stefnu og störfum "Norrænu velferðarstjórnarinnar" á Íslandi verður þess skammt að bíða að Dönum verði náð í þessari öfugþróun "velferðarinnar".

Velferð verður ekki aukin og þróuð með því að fækka stöðugt vinnandi höndum.


mbl.is Fáir Danir á vinnumarkaði

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst