Nú eru rollukarlarnir ánægðir

Nú eru rollukarlarnir ánægðir Bæjarstjórn fjallabyggðar samþykkti samhljóða að leyfa skuli rolluhald innan Fjallabyggðar. Allir eru auðvitað himin lifandi

Fréttir

Nú eru rollukarlarnir ánægðir

Steingrímur Kristinsson
Steingrímur Kristinsson
Bæjarstjórn fjallabyggðar samþykkti samhljóða að leyfa skuli rolluhald innan Fjallabyggðar. Allir eru auðvitað himin lifandi yfir þessari samhljóma samþykkt.

Nokkuð “öruggt” er að hinir mjög svo ánægðu rollukarlar þeir Steingrímur og Jón Andrés, og fleiri séu búnir að ákveða að kaupa sér við fyrsta tækifæri eins margar rollur og þær enn ósömdu reglur bæjarstjórnarinnar leyfa.

Svo má til gamans geta þess að bændur í Fljótum sem fengu fjölpóst í síðasta mánuði með tilmælum um að kjósa með rolluhaldi á vefnum www.sksiglo.is hafi lofað drjúgum afslætti ef verslað væri við þá með rollur á fæti til búsetu í Fjallabyggð.

Hugmyndir á meðal áhugamanna hafa komið upp um að í reglugerðinni væntanlegu verði veittar undanþágur til að sumar rollurnar fái að ganga lausar og ma. fái óáreittar koma fyrir áburði og vökva og gæða sér í leiðinni á rósraunnnum og fleira góðgæti í görðum á ógirtu svæði, eins og “segir í reglugerðinni” um hundahald.

Það er að ekki þurfi að hafa rollurnar í bandi frekar en hundana. (fyrir utan þá sem hafa til þess “sérstakt leyfi”)

Svo verði skipuð 9 manna nefnd til að veita undanþágurnar og sjá til þess að hinir rollu og hundaeigendur  sem ekki hafa til þess leyfi og eru skyldaðir til að hafa með sér plastpoka þegar farið er með rollur og hundana í gönguferðir verði látnir sæta ábyrgðar ef ÞEIR sleppi hundum sínum og rollum lausum. 

Svo er talað um að hinir sem ekki munu eignast rollur eða hunda verði látnir greiða fyrir kostnað vegna námskeiðs fyrir þá sem óttast þessar dýrategundir ásamt sérstakri sálfræðiumönnun til að útiloka ótta þeirra.

Svo má ekki gleyma því að búa til nýjan skatt sem heitið gæti girðingaskattur, því einhverjir verða að borga þann kostnað vegna girðinganna sem samþykkt var að reisa umhverfis byggðarkjarnann.

Og svo auðvitað hönnunarkostnað og allt hitt ruglið sem þessu er samfara.    

Steingrímur kristinsson

Tilefni ofanritaðs er eftirfarandi samþykkt Bæjarstjórnar Fjallabyggðar:

Tekið frá fundargerð bæjarstjórnar:


Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar – 63. fundur - 11. mars 2009.
Formaður skipulags- og umhverfisnefndar Guðmundur Skarphéðinsson gerði grein fyrir fundargerð.
Til máls tóku Hermann Einarsson, Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, Egill Rögnvaldsson, Þórir Kr. Þórisson, Jónína Magnúsdóttir og Guðmundur Skarphéðinsson.
Liður 8.6 Aðstaða fyrir fjárhúsabyggð á Siglufirði.
Í tengslum við staðfestingu þessa máls var eftirfarandi samþykkt með 9 atkvæðum.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir að búfjárhald sé heimilt í Fjallabyggð.  Í framhaldi af samþykkt þessari skulu byggðakjarnarnir girtir af.  Reglugerð um búfjárhald verði síðar lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 63. fundar staðfest á 36. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.




Athugasemdir

19.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst