Ný íslensk kvikmynd Jóhannes
sksiglo.is | Viðburðir | 16.10.2009 | 20:00 | | Lestrar 193 | Athugasemdir ( )
Ný íslensk kvikmynd Jóhannes
Sagan um Jóhannes er eftir kornungan kvikmyndaleikstjóra Þorstein Gunnar Bjarnason. Myndin verður frumsýnd 16. október næstkomandi. Með langstærsta hlutverkið í myndinni fer Laddi, en hann leikur Jóhannes sem myndin fjallar um. Eins furðulega og það hljómar þá er þetta í fyrsta skipti sem hann leikur aðalhlutverk í bíómynd. Í öðrum aðalhlutverkum eru Stefán Karl, Herdís Þorvaldsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Einnig eru Kristján Franklín Magnús, Halldór Gylfason, Guðrún Ásmundsdóttir, Ellert Ingimundarson o.fl.
Myndin fjallar um einn dag í lífi Jóhannesar Sveinssonar, miðaldra kennari og listmálari, þar sem ýmislegt fer úrskeiðis svo ekki sé meira sagt. Dagurinn byrjar á að hann stoppar til að hjálpa ungri stúlku sem er í bílavandræðum í grenjandi rigningu á Reykjanesbrautinni. Hann endar með að aka henni heim þar sem hún bíður honum inn. Við það hefjast vandræði og flókin atburðarás sem dregur dilk á eftir sér.
Unnur Birna og Þórhallur

Myndin er í svokölluðum "road movie" stíl. En hún gerist á einum degi á ferðinni um höfuðborgina og sveitir landsins. Þetta er mjög íslenskur húmor með íslenskum karakterum. Þess má geta líka að hún er öll unnin hérna heima á Íslandi, það var ekkert sent út. Myndin verður einnig sýnd á Akureyri.
Hér er hægt að linka á trailer-inn, myndbandið þar sem leikarar myndarinnar syngja lagið ásamt Greifunum, og 30 sekúndna myndbrot líka.
http://www.youtube.com/watch?v=gd0JzO3kqRk&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=CNqm55bAXdI
http://www.youtube.com/watch?v=quXA3pbONME
Kornungur kvikmyndaleikstjóri Þorstein Gunnar Bjarnason og myndatökumaður.

Tökurnar

Þorsteinn Gunnar, Unnur Birna og Þórhallur

Myndin fjallar um einn dag í lífi Jóhannesar Sveinssonar, miðaldra kennari og listmálari, þar sem ýmislegt fer úrskeiðis svo ekki sé meira sagt. Dagurinn byrjar á að hann stoppar til að hjálpa ungri stúlku sem er í bílavandræðum í grenjandi rigningu á Reykjanesbrautinni. Hann endar með að aka henni heim þar sem hún bíður honum inn. Við það hefjast vandræði og flókin atburðarás sem dregur dilk á eftir sér.
Unnur Birna og Þórhallur

Myndin er í svokölluðum "road movie" stíl. En hún gerist á einum degi á ferðinni um höfuðborgina og sveitir landsins. Þetta er mjög íslenskur húmor með íslenskum karakterum. Þess má geta líka að hún er öll unnin hérna heima á Íslandi, það var ekkert sent út. Myndin verður einnig sýnd á Akureyri.
Hér er hægt að linka á trailer-inn, myndbandið þar sem leikarar myndarinnar syngja lagið ásamt Greifunum, og 30 sekúndna myndbrot líka.
http://www.youtube.com/watch?v=gd0JzO3kqRk&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=CNqm55bAXdI
http://www.youtube.com/watch?v=quXA3pbONME
Kornungur kvikmyndaleikstjóri Þorstein Gunnar Bjarnason og myndatökumaður.

Tökurnar

Þorsteinn Gunnar, Unnur Birna og Þórhallur

Athugasemdir