Ný og viðbætt

Ný og viðbætt Fuglamyndir, og Mjöl og Lýsis Saga eru komin í eina sæng.  Það er vaxandi áhugi á meðal margra á Siglufirði, fuglaskoðun og

Fréttir

Ný og viðbætt

Mjöl og Lýsis-Saga
Mjöl og Lýsis-Saga

Fuglamyndir, og Mjöl og Lýsis Saga eru komin í eina sæng.  Það er vaxandi áhugi á meðal margra á Siglufirði, fuglaskoðun og fuglaljósmyndun.


Eftir að nýja gangbrautin við hlið Langeyrarveg kom við hlið Langeyrartjarnar þá hefur fólk fylgst vel með hinu fjölbreytta fuglalífi þar, og ekki hvað síst fylgst náið með álftunum og ungum þeirra.

Tilhugalífið í vor

Nú hefur Steingrímur komið fyrir á Fuglasíðu sinni það helsta eftir „veiðiskap“ sinn fyrrihluta ársins, janúar til júníloka.


Þá hefur hann bætt við síðunni Mjöl og Lýsis Saga, sem hvarf á „dularfullan“ hátt af netinu, en er nú aðgengileg.

Þar er ýmis fróðleikur um síldarbræðslu, mjöl og lýsisvinnslu á Siglufirði allt frá “upphafi,“ það er frásagnir og upplýsingar fengnar frá Siglufjarðarblöðunum og fleiri gögnum.

http://frontpage.simnet.is/sksiglo/   + http://frontpage.simnet.is/sksiglo/Sild/


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst