Nýjasti íbúi Siglufjarðar

Nýjasti íbúi Siglufjarðar Fátt hefur glatt okkur Siglfirðinga meira undanfarnar vikur en mannelski landselurinn Snorri. Hefur hann haldið sig við ármynni

Fréttir

Nýjasti íbúi Siglufjarðar

Landselurinn Snorri
Landselurinn Snorri

Fátt hefur glatt okkur Siglfirðinga meira undanfarnar vikur en mannelski landselurinn Snorri. Hefur hann haldið sig við ármynni Fjarðarár neðan við Flugvallarveginn og unir hag sínum vel við veiðar.

Undirrituð hefur alloft stoppað á göngu sinni og spjallað við þennan vinalega íbúa Siglufjarðar, sýnir hann greinileg merki um forvitni við spjallinu og syndir hann ávalt í átt til mín til að skoða þennan tvífætta nágranna.

Landselur verður allt að 2 m langur og 150 kg að þyngd.  Hann er líkur öðrum selum í vexti en er nokkuð gildur og breiðvaxinn.  Hann er dökkur, stein- eða gulgrár á baki, með þéttum dökkum eða ljósum dílum.  

Selurinn svarar kalli og er sýnir augljósa forvitni 

Hann er oftast ljósgrár á kviði og síðum. Liturinn fer eftir árstíðum, hárafari, kyni og aldri.  Heimkynni hans eru Atlantshaf norðanvert, nyrsti hluti Kyrrahafs og þeir hlutar Íshafsins sem golfstraumurinn nær til. Hann er algengur umhverfis allt landið, mest innanfjarða í hólmum og skerjum og á söndum Suðurlands.

Snorri fylgist grannt með bílaumferð við Flugvallarveg og lyftir hausnum í hvert sinn er bíll keyrir hjá

Uppistaðan í fæðu landsels er fiskur, oftast smáfiskur eins og smár þorskur eða ufsi en þeir éta einnig síliloðnusteinbítsíldsandkola ásamt öðrum fisktegundum og hryggleysingjum, sérlega smokkfisk. Landselurinn er fremur góður kafari, getur verið í kafi allt að 25 mínútum og kafað niður á 50 metra dýpi þó oftast kafi hann einungis í nokkrar mínútur og sjaldan dýpra en um 20 metra.

Hann heldur sig oftast nálægt landi, fer sjaldan lengra en um 20 km og heldur sig oft innan um sker en einnig í árósum. Landselurinn fer einnig langar ferðir upp ár til að veiða lax og silung veiðimönnum til lítillar gleði. Spurning er um hvort hann verði auðfús gestur næsta sumar þegar veiðimenn hefja veiði á ný við Fjarðará.

Hann virðist kunna einsöng mínum vel, þótt börnin mín hafi beðið mig vinsamlega um að syngja ekki 

Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst