Nýr slökkviliðsbíll

Nýr slökkviliðsbíll Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar sýndi nýjan slökkviliðsbíl á torginu í dag.Slökkviliðsbíllinn er af MAN

Fréttir

Nýr slökkviliðsbíll

Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar.
Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar sýndi nýjan slökkviliðsbíl á torginu í dag.
Slökkviliðsbíllinn er af MAN gerð með drifi á öllum hjólum og með 340 hestafla vél. Hann er með stóru áhafnarhúsi sem tekur 5 manns en í þremur sætanna eru festingar fyrir reykköfunartæki. Yfirbyggingin er  smíðuð í Ólafsfirði hjá Sigurjóni Magnússyni ehf.


Dæla bílsins er af gerðinni Zigler og afkastar hún 3000 l/min.Ljósamastur er á bílnum með tveimur kösturum. Nú á næstu dögum verður hafist handa við að innrétta og koma fyrir búnaði í bílnum.



Reykkafarar geta fest tækin á sig inní bílnum.



Dæla bílsins er af gerðinni Zigler og afkastar hún 3000 l/min.



Draumur margra ungra drengja er að verða slökkviliðsmenn.




Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst