Nýr veitingastaður á Siglufirði
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 08.06.2009 | 17:00 | | Lestrar 957 | Athugasemdir ( )
Valgeir Sigurðsson er í óða önn að vinna að veitingastað sínum Hafnarkaffi, sem er við Hafnarvogina á Siglufirði.
Þegar blaðamaður Sksigló.is leit við, voru iðnaðarmenn önnum kafnir, enda í kappi við tímann þar sem aðeins er rúmur mánuður þar til staðurinn verður opnaður. Staðurinn rúmar 25 manns og einnig er góð útiaðstaða sunnan við húsið. Í góðu veðri er hægt að sitja í sólinni og sötra gott kaffi eða jafnvel eitthvað sterkara.
Valgeir hefur fest kaup á kaffivél af bestu gerð og getur blaðamaður Sksiglo.is varla beðið eftir að fá sér ekta ítalskt kaffi í sumarblíðunni. Það verður spennandi að sjá endanlegt útlit veitingastaðarins.
Húsið er gjörbreytt og glæsilegt á að líta
Gluggahlerar setja mikinn svip á húsið
Salli í hæstu hæðum
Janus mundar pensilinn
Björgvin, Salli & Valgeir
Þegar blaðamaður Sksigló.is leit við, voru iðnaðarmenn önnum kafnir, enda í kappi við tímann þar sem aðeins er rúmur mánuður þar til staðurinn verður opnaður. Staðurinn rúmar 25 manns og einnig er góð útiaðstaða sunnan við húsið. Í góðu veðri er hægt að sitja í sólinni og sötra gott kaffi eða jafnvel eitthvað sterkara.
Valgeir hefur fest kaup á kaffivél af bestu gerð og getur blaðamaður Sksiglo.is varla beðið eftir að fá sér ekta ítalskt kaffi í sumarblíðunni. Það verður spennandi að sjá endanlegt útlit veitingastaðarins.
Húsið er gjörbreytt og glæsilegt á að líta
Gluggahlerar setja mikinn svip á húsið
Salli í hæstu hæðum
Janus mundar pensilinn
Björgvin, Salli & Valgeir
Athugasemdir