Nýtt hreingerningar fyrirtæki í Fjallabyggð

Nýtt hreingerningar fyrirtæki í Fjallabyggð Tíðindaritari fregnaði af því nýverið að parið Anna Lena Victorsdóttir, sem er rétt rúmlega tvítug mær og

Fréttir

Nýtt hreingerningar fyrirtæki í Fjallabyggð

Kristófer Þór & Anna Lena
Kristófer Þór & Anna Lena

Tíðindaritari fregnaði af því nýverið að parið Anna Lena Victorsdóttir, sem er rétt rúmlega tvítug mær og kemur frá Hólmavík og hann  Kristófer Þór Jóhannsson sem er tuttugu og eins árs og er frá Siglufirði, hafa stofnað nýtt hreingerningar fyrirtæki hér í Fjallabyggð.

Hið nýja fyrirtæki hjónaleysanna ber nafnið „Spikk & Span“! Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau Anna Lena & Kristófer starfað lengi við þrif og tengd störf, áður en þau tóku á sig rögg og hófu sinn eigin rekstur. Anna Lena hefur starfað í þrifum frá 16 ára aldri, eða frá árinu 2010. Hóf hún þá störf hjá hreingerningar fyrirtækinu „Óskaþrif“ á Hólmavík. Síðustu 4 ár hefur hún Starfað hjá Rauðku & Sigló Hótel hér á Siglufirði.

Spikk & Span býður upp á  ýmsa þjónustu, hvort heldur sem er fyrirtækjaþjónusta, heimils þrif, jólahreingerningar eða sumarbústaðarþrif. Hér er því um eina hreingerningar fyrirtækið Í Fjallabyggð að ræða. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki réttu græjurnar handa þeim til þrifanna, því Spikk & Span kemur kemur með allt sem til þrifanna þarf.

 

Og hér með hefur þessu verið á framfæri komið við ykkur lesendur góðir.

Sími hjá Önnu Lenu: 845-3498 og e-mail: anna.lena.victorsdottir@gmail.com

Sími hjá Kristófer: 772- 7250


Athugasemdir

07.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst