Nýtt heimilisfang barrtrjáa

Nýtt heimilisfang barrtrjáa Þeir sem farið hafa um suðurbæinn á Siglufirði  hafa væntanlega tekið eftir framkvæmdum við syðsta Háveginn,en þeir „eru þrír“

Fréttir

Nýtt heimilisfang barrtrjáa

Við gatnamótin: Snorrabraut, Norðurtún, Langeyrarvegur
Við gatnamótin: Snorrabraut, Norðurtún, Langeyrarvegur
Þeir sem farið hafa um suðurbæinn á Siglufirði  hafa væntanlega tekið eftir framkvæmdum við syðsta Háveginn,en þeir „eru þrír“ á Siglufirði, svo undarlegt það má heita og „tvær“ Hverfisgötur einnig.

Við áðurnefndan Háveg er verið að breikka veginn og lagfæra umhverfið.

Þar á meðal hefur þurft að fjarlægja slatta af trjám úr Skólagörðunum sem þarna eru, sem og árgangarnir 1930-1960 (uþb) gróðursettu á barnaskólatíma sínum.

Hluti trjánna sem þarna eru urðu að víkja voru vandlega flutt á annan stað sem þau munu vonandi dafna við og prýða umhverfið. En verið er að undirbúa snyrtingu á uppfyllingunni norðan við Langeyrina og munu trén væntanlega setja góðan svip á svæðið.

Verkið er unnið af starfsmönnum Bás ehf. undir vökulum augum og stjórn Garðyrkju- og umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar, Vali Þór Hilmarssyni

Myndin sýnir ný heimkynni trjánna


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst