Nýtt síldarævintýrislag
Komið er út nýtt síldarævintýrislag í tilefni 20. ævintýrisins 2010 eftir þá bræður Gylfa og Sigurð Ægissona.Textinn sem er eftir Sigga fjallar um þekkta síldarspegúlanta og verkstjóra svo og gömlu söltunarstöðvarnar á Sigló.
það er enginn annar en Raggi Bjarna sem syngur. Undirleikur er í höndum Miðaldamanna. Raddir eiga Mundína Bjarnadóttir og Björn Sveinsson Upptökustjórn var í höndum Gunnars Smári Helgason. Lagið verður frumflutt í Allanum föstudaginn 23. júlí á tónleikum Ragga Bjarna Þorgeirs og Góma. Hægt er að nálgast lagið hér og á fm.trölli.is
Athugasemdir