Nýtt útlit - sama innihald

Nýtt útlit - sama innihald                                               Það var furðulegt viðtalvið stjórnmálafræðing í útvarpinu í morgun

Fréttir

Nýtt útlit - sama innihald

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
                                             
Það var furðulegt viðtalvið stjórnmálafræðing í útvarpinu í morgun vegna landsfundar Framsóknarflokksins. Þar sagði hann m.a. að nýr Framsóknarflokkur hefði verið til um helgina og endurnýjun í forystu flokksins hlyti að auka þrýsting á sambærilega endurnýjun í öðrum flokkum. Hversvegna ætti það að verða?
Báðust fyrrum forystumenn flokksins landsmenn afsökunar á röngum ákvörðum sínum í löngu stjórnarsamstarfi við sjálfstæðisflokkinn? Axlaði flokkurinn einhverja ábyrgð á gjörðum sínum, fór fram pólitískt uppgjör eða var stefnu flokksins breytt í veigamiklum málum? Heldur betur ekki. Framsóknarmenn breytti ekki um kúrs á landsfundinum, miklu nær væri að tala um að þeir hefðu skipt um kennitölu, breytt um útlit en innihaldið er það sama. Nýr og svo til óspjallaður formaður tekin við, sá fimmti (sjötti ef Höskuldur er talin með) á síðust tveim árum en annað er óbreytt. Hversvegna ættu slíkar breytingar að setja þrýsting á aðra stjórnmálaflokka að gera slíkt hið sama og taka Framsóknarflokkinn sér til fyrirmyndar í þessu eða öðru leiti? Hversvegna kafa stjórnmálafræðingar ekki dýpra í stefnu og áherslur Framsóknar í stað þess að einblína eingöngu á forystuskiptin? Skipta stjórnmálin ekki máli lengur sem slík, eru hinar pólitísku áherslur bara aukaatriði sem skipta ekki nokkru máli lengur? Nýr stjórnmálaflokkur verður ekki til með nýjum andlitum heldur nýjum pólitískum áherslum. Þær er ekki að finna hjá gamla Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn er einn spilltasti stjórnmálaflokkur landsins, að sjálfstæðisflokknum meðtöldum, það er eðlilegt að skipt sé um forystu í slíkum flokki vilji flokksmenn á annað borð láta taka sig alvarlega. Framsókn skipti ekki um stefnu á landsfundinum nema hvað varðar það að samþykkt var að leita eftir inngöngu í EB. Öll önnur stefnumál héldu á nokkurra áherslubreytinga. Samt var þetta flokkurinn sem mótaði þær leikreglur sem rekja má hrun efnahagslífsins til. Breytir ný forysta einhverju þegar stefnan er sú sama?

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst