OECD-enn á ferð!

OECD-enn á ferð! OECD er mér sagt með einhverja íslenzka háskólamenn á launum hérlendis til að skrifa um íslenzk efnahagsmál og gefa þeim vikt

Fréttir

OECD-enn á ferð!

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

OECD er mér sagt með einhverja íslenzka háskólamenn á launum hérlendis til að skrifa um íslenzk efnahagsmál og gefa þeim vikt með þessum flotta stimpli. Oftar en ekki eru þessi álit  misvísandi. Mig minnir að þeir hafi ekki séð hrunið fyrir frekar en ég.

Nú segja þessir menn: Íslendingar, dragið saman ríkisútgjöld. Hækkið skatta. Gangið i ESB og takið upp evru.

Ef við drögum saman ríkisútgjöld í kreppu og atvinnleysi þá eykst atvinnuleysi og kreppan magnast. Ef við hækkum skatta á sama tíma, þá minnkar skattstofninn og atvinnuleysi vex. Til hvers þarf ríkið aukna skatta ef útgjöldin snarminnka ?

Ef einhver getur fært rök með því að skattahækkanir hafi örvandi áhrif á atvinnustigið og leysi kreppuna, þá væri gaman að heyra í honum.  Ég undanskil Steingrím J. eða nokkurn úr ríkisstjórnarflokkunum. Við þá er ekkert hægt að rökræða um hagfræði.

Fyrir mér er þetta álit OECD, hver sem annars skrifar það, hrein vitleysa, efnahagslegt bull,-jafnvitlaust eins og sú hugmynd að taka upp evru eða ganga í ESB.

 Við þurfum súrefni og aukinn bruna í kötlunum.

Fullan þrýsting!

Áfram Ísland !

Útaf með OECD !


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst