Ófyndinn afréttari
dv.is/sandkorn/2009/2/17/ofyndinn-afrettari/ | Frétta yfirflokkur | 18.02.2009 | 02:16 | Robert | Lestrar 738 | Athugasemdir ( )
Árshátíð stjórnarráðsins var haldinn á föstudaginn í skugga nýlegra
stjórnarskipta. Fólki var víst nefnilega enn í fersku minni fjörið frá
því í fyrra þegar hinn söngelski formaður Sjálfstæðisflokksins réð
ríkjum í stjórnarráðinu.Þá ávarpaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Geirs Haarde
samkomuna, og reytti af sér brandarana sem sumir þóttu býsna klúrir en
féllu engu að síður í frjóan jarðveg. Flugufótur virðist hafa verið
fyrir áhyggjum áhangenda Haarde þar sem nú kom í hlut
samgönguráðherrans, Kristjáns Möller, að ávarpa samkomuna og var það
mál manna að hann hafi verið svo ófyndinn að það hreinlega rann af
einhverjum og enn fleiri duttu úr gleðigírnum.
Athugasemdir