Óglæsileg framtíðarsýn

Óglæsileg framtíðarsýn Matsfyrirtækið Moody´s varar Bandarísk yfirvöld við því að lánshæfismat Bandaríkjanna verði lækkað, taki þau ekki kröftuglega á

Fréttir

Óglæsileg framtíðarsýn

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Matsfyrirtækið Moody´s varar Bandarísk yfirvöld við því að lánshæfismat Bandaríkjanna verði lækkað, taki þau ekki kröftuglega á hallarekstri landsins, sem hefur farið sívaxandi undanfarin ár og stefnir í 1.500 milljarða dollara á þessu ári.

Mörg af öflugustu hagkerfunum stefna í miklar ógöngur og má, fyrir utan Bandaríkin benda á Evrópu, sem á nú í miklu basli og útlit fyrir að evran hrynji sem gjaldmiðill á næstu misserum og Japan, en matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfismat Japana, vegna hallarekstrurs landsins og olli það mikilli lækkun Jensins, sem hefur verið með allra sterkustu gjaldmiðlum undanfarin ár.

Nýti Íslendingar ekki þau tækifæri sem nú bjóðast varðandi erlenda fjárfestingu í atvinnufyrirtækjum á landinu mun þeir missa algerlega af lestinni, því innan skamms tíma verður ekki um neina erlenda fjárfesta að ræða hérlendis, því þeir munu hafa nóg með að halda sjó og verja fjárfestingar sínar frá fyrirséðu verðhruni á næstu árum.

Mestar líkur eru á því að gífurleg fjárhagsleg kreppa muni hrjá veröldina næstu tíu til tuttugu árin og verði gæsirnar ekki gripnar núna, munu þær fljúga frjálsar um langan tíma.


mbl.is Líkur á breyttu mati aukast

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst