Ólafsfjörður
Innsend frétt.
Ljótu hálfvitarnir í Tjarnarborg 15. júní
Ljótu hálfvitarnir hafa aldrei komið til Ólafsfjarðar. Alla vega ekki sem slíkir. Þetta stendur þó til all hressilegra bóta þann 15. júní því þá ætla þeir nefnilega að halda tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg, þar sem allt verður keyrt í botn. Það verður ekki endilega fallegt, en mögulega eftirminnilegt.
Fjórða plata hjómsveitarinnar er í þann mund að koma út, svo prógrammið verður hálfvitalegur kokteill úr efni af „gömlu“ plötunum, hræður og hristur saman við dass af lögum af þeirri nýju sem að öllum líkindum verður með í för og seld þeim sem hana girnast.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 en hús opnað klukkustund fyrr. Forsala verður í Tjarnarborg miðvikudaginn 12. júní kl. 17–19. Athugið að enginn posi er í forsölunni (en nóg af þeim á sjálfum tónleikunum).
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFA ÁRMANN GUÐMUNDSSON Í SÍMA 864 4880 OG BALDUR RAGNARSSON Í SÍMA 663 3620
MYNDIR ER HÆGT AÐ NÁLGAST Á www.flickr.com/photos/ljotuhalfvitarnir
Athugasemdir