Ónýtur markaður - staða til að verja?
signysig.bloggar.is/blogg/461369/Onytur_markadur_-_stada_til_ad_verja | Rebel | 26.08.2010 | 17:26 | Robert | Lestrar 376 | Athugasemdir ( )
Síðustu misserin hafa landar mínir farið mikinn í þeim fullyrðingum
sínum að ekkert verra geti hugsanlega gerst en að „erlendir aðilar“
kaupi hluti í íslenskum fyrirtækjum eða komi inn í íslenskt atvinnulíf
með erlent fjármagn. Svo sjálfsagðar þykja orðið fullyrðingar í þessa
veru að það er nánast eins og farið sé með sannleikann þegar svona er
talað. Í gær var í fréttum að erfiðleikar Orkuveitu
Reykjavíkur væru svo miklir að fyrirtækið væri nánast gjaldþrota. Ekkert
nema stórkostlegar hækkanir á gjaldskrám - hækkanir upp á tveggja stafa
tölu muni duga til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Íslenskur
almenningur borgar brúsann. Ef marka má fréttir í gær hefur skuldsetning
fyrirtækisins tífaldast á sama tíma og tekjurnar hafa tvöfaldast. Að
vísu skal geta þess að ég geri ekki ráð fyrir að fréttamennirnir hafi
tekið hrun íslenska gjaldmiðilsins með í reikninginn svo væntanlega má
milda þá tölu eitthvað en staðreynd miðað við stöðuna í dag engu að
síður.
Í vikunni var tilkynnt um að „Framtakssjóður Íslands“ – fjárfestingarsjóður í eigu lífeyrissjóðanna – hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Með kaupunum á sjóðurinn nú fyrirtæki eins og: Icelandic, Teymi, Vodafone, Skýrr, EJS, Hug AX, Húsasmiðjuna og Plastprent. Í sumar keypti sami sjóður 30% hlut í Icelandair.
Framtakssjóður Íslands er sjóður í eigu lífeyrissjóðanna – sjóðanna sem við íslenskur almenningur höfum greitt í til að geta séð fyrir okkur í ellinni. Fjárfestingarnar eru ákveðnar án þess að við höfum verið spurð. Íslenskur almenningur borgar brúsann.
Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóðanna er ekki eðlilegt fyrirkomulag á eignarhaldi fyrirtækja á samkeppnismarkaði og við þetta þurfa íslenskir neytendur – íslenskur almenningur að búa í einhver ár til framtíðar. Óeðlilegt viðskiptaumhverfi þar sem ekkert er eins og það á að vera. Þá er ekki nefnt að enginn veit hverju þessar fjárfestingar koma til með að skila - hverju lífeyrissjóðirnir - sjóðirnir okkar - eru að fórna til að bjarga íslenskum atvinnumarkaði frá algjöru hruni.
Er það þetta sem átt er við þegar sagt er að engum öðrum en Íslendingum sé treystandi fyrir eignarhaldi íslenskra fyrirtækja? Er það þetta sem við þurfum að verja með öllum ráðum?
Ég játa fullkomlega hreinskilningslega að mér er ómögulegt að átta mig á röksemdafærslu háværs almennings á Íslandi þessa dagana sem hrópar hátt á götum að enginn megi hér eiga neitt annað en Íslendingar.
Ég sé ekki betur að en að það sem við þurfum fyrst og fremst af öllu á að halda er erlend fjárfesting. Við þurfum að fá hingað erlenda aðila í atvinnurekstur. Því fleiri þeim mun betra, því fjölbreyttari starfsemi – þeim mun betra. Ekkert - ekkert - mundi gera Íslendingum meira gagn.
Á sama tíma og þetta er staðan hæðast Íslendingar – karlmenn í Sjálfstæðisflokknum fremstir í flokki - að ESB. Ég verð að segja að heldur fyndist mér meiri manndómsbragur á því að láta vera að hæðast að öðrum með þessa stöðu í farteskinu.
Forgangsatriði númer eitt fyrir almenning á Íslandi er í dag að tryggja með öllum ráðum fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er rétta leiðin – eina rétta leiðin – til að tryggja að hér verði einhvern tíma í framtíðinni eðlilegt viðskiptaumhverfi þar sem íslenskum fjárfestum og atvinnurekendum er veitt það aðhald sem þeir þurfa.
Það er svo augljóst að það á ekki einu sinni að þurfa að nefna það.
Í vikunni var tilkynnt um að „Framtakssjóður Íslands“ – fjárfestingarsjóður í eigu lífeyrissjóðanna – hefði keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Með kaupunum á sjóðurinn nú fyrirtæki eins og: Icelandic, Teymi, Vodafone, Skýrr, EJS, Hug AX, Húsasmiðjuna og Plastprent. Í sumar keypti sami sjóður 30% hlut í Icelandair.
Framtakssjóður Íslands er sjóður í eigu lífeyrissjóðanna – sjóðanna sem við íslenskur almenningur höfum greitt í til að geta séð fyrir okkur í ellinni. Fjárfestingarnar eru ákveðnar án þess að við höfum verið spurð. Íslenskur almenningur borgar brúsann.
Framtakssjóður í eigu lífeyrissjóðanna er ekki eðlilegt fyrirkomulag á eignarhaldi fyrirtækja á samkeppnismarkaði og við þetta þurfa íslenskir neytendur – íslenskur almenningur að búa í einhver ár til framtíðar. Óeðlilegt viðskiptaumhverfi þar sem ekkert er eins og það á að vera. Þá er ekki nefnt að enginn veit hverju þessar fjárfestingar koma til með að skila - hverju lífeyrissjóðirnir - sjóðirnir okkar - eru að fórna til að bjarga íslenskum atvinnumarkaði frá algjöru hruni.
Er það þetta sem átt er við þegar sagt er að engum öðrum en Íslendingum sé treystandi fyrir eignarhaldi íslenskra fyrirtækja? Er það þetta sem við þurfum að verja með öllum ráðum?
Ég játa fullkomlega hreinskilningslega að mér er ómögulegt að átta mig á röksemdafærslu háværs almennings á Íslandi þessa dagana sem hrópar hátt á götum að enginn megi hér eiga neitt annað en Íslendingar.
Ég sé ekki betur að en að það sem við þurfum fyrst og fremst af öllu á að halda er erlend fjárfesting. Við þurfum að fá hingað erlenda aðila í atvinnurekstur. Því fleiri þeim mun betra, því fjölbreyttari starfsemi – þeim mun betra. Ekkert - ekkert - mundi gera Íslendingum meira gagn.
Á sama tíma og þetta er staðan hæðast Íslendingar – karlmenn í Sjálfstæðisflokknum fremstir í flokki - að ESB. Ég verð að segja að heldur fyndist mér meiri manndómsbragur á því að láta vera að hæðast að öðrum með þessa stöðu í farteskinu.
Forgangsatriði númer eitt fyrir almenning á Íslandi er í dag að tryggja með öllum ráðum fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er rétta leiðin – eina rétta leiðin – til að tryggja að hér verði einhvern tíma í framtíðinni eðlilegt viðskiptaumhverfi þar sem íslenskum fjárfestum og atvinnurekendum er veitt það aðhald sem þeir þurfa.
Það er svo augljóst að það á ekki einu sinni að þurfa að nefna það.
Athugasemdir