Öryggismál tengd fjallaskíðamennsku

Öryggismál tengd fjallaskíðamennsku Síðastliðið mánudagskvöld var haldinn fundur um öryggismál tengd fjallaskíðamennsku. Frumkvæði að þessum fundi kom

Fréttir

Öryggismál tengd fjallaskíðamennsku

Síðastliðið mánudagskvöld var haldinn fundur um öryggismál tengd fjallaskíðamennsku. 

Frumkvæði að þessum fundi kom frá þyrluskíðafyrirtækinu Eleven. 

Á fundinn mættu fulltrúar björgunarsveita á Tröllaskaga, lögreglu, svæðisstjórnar Eyjafjarðar og snjóathugunarmenn í Fjallabyggð ásamt fulltrúum þyrluskíðafyrirtækisins Eleven Experience sem í framtíðinni mun gera út þjónustu sína frá Deplum. 

Eleven Experience gerir út frá Gistiheimilinu Siglunesi út maímánuð. 

Fulltrúi Eleven Experience kynnti hvernig verklagsreglur leiðsögumanna þeirra eru og að þar sé öryggi viðskiptavina haft í fyrirrúmi. Allir leiðsögumenn þeirra væru sérþjálfaðir við aðstæður í fjöllum. Eleven Experience hefur komið fyrir veðurathugnar- og fjarskiptastöð í Fljótunum sem er í um 1000 m hæð og rætt var um hvernig hægt væri að samnýta endurvarpa og skilvikni upplýsinga um aðstæður í fjöllunum. Flestar veðurstöðvar hér á landi eru á láglendi en þar sem fjalla- og þyrluskíðamenn eru fetum hærra en við hin er nauðsynlegt að vera með veðurathugunarstöð sem gefur nákvæmari niðurstöður um veður í fjöllunum. 

Einnig var rætt um hvort hægt væri að kalla þyrlu Eleven Experience til aðstoðar ef þyrfti við björgunaraðgerðir og hver myndi greiða fyrir svoleiðis útkall. 

Fulltrúi Eleven Experience svaraði því til að ef til þess kæmi að hægt væri að nýta þyrluna á svæðinu í björgunaraðgerð þá þyrfti ekki að greiða fyrir það því björgunarsveitirnar eru til staðar fyrir þá og þeir fyrir þær.  

Fundurinn var jákvæður og fundarmenn þakklátir fyrir frumkvæðið að þessum fundi og að sjónarmið allra hafi komist til skila. 

elevenÁsdís Sigurðardóttir. 
 
elevenSteve Banks, Gestur Hansa og Alan Bernholtz. Ég held hreinlega að þeir kallist bara allir fjallaleiðsögumenn strákarnir.
 
elevenMálin rædd.
 
elevenMagnús Tómasson formaður Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði.
 
eleven
 
elevenTómas Einarsson og Steve að ræða málin.
 
elevenOg svo allur hópurinn.
 
Texti. Ásdís Sigurðardóttir
Myndir og texti við myndir. Jón Hrólfur Baldursson

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst