Öryggisráðstafanir á Siglufirði

Öryggisráðstafanir á Siglufirði Vel hefur gengið hjá Verktakanum, Tígur ehf. frá Súðavík að hlaða grjótgarðana sem byrjað var á að hlaða í byrjun

Fréttir

Öryggisráðstafanir á Siglufirði

Við Hvanneyrarkrók í dag
Við Hvanneyrarkrók í dag
Vel hefur gengið hjá Verktakanum, Tígur ehf. frá Súðavík að hlaða grjótgarðana sem byrjað var á að hlaða í byrjun júnímanaðar sl.

Efnið í garðana hefur verið tekið í hlíðinni við norðanverða Ströndina á Siglufirði.
Þetta er snyrtilega unnið og auðséð að þar kunna menn til verka.

Auk þess má nefna að bílstjórinn sem ekið hefur grjótinu frá námunni hefur sýnt mikla varfærni og tillitssemi við aksturinn sem að hluta til hefur verið í íbúðabyggð, enginn hraðakstur eins og oft hefur brugðið við hjá ökumönnum annarra verktaka sem hafa verið í ákvæðisvinnu á þessu svæði.
Til gamans má þess geta að meirihluta tímans (amk) hefur ung stúlka verið við stýri bifreiðar þeirra Tígurmanna.

Á myndinni sést hluti garðsins við Hvanneyrarkrók ,sem ætti að útiloka heimsókn stórbrimsalda inn á Túngötuna, eins og komið hefur fyrir.

Svo vantar bara blessaða lúpínuna til að lífga örlítið upp á útsýnið, eins og við eldri garðana. 




Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst