Össur á biðlisbuxunum

Össur á biðlisbuxunum Það vakti athygli í umræðum á Alþingií gær hve Össur Skarphéðinsson mærði Steingrím J. Sigfússon formann Vinstri grænna og virtist

Fréttir

Össur á biðlisbuxunum

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Það vakti athygli í umræðum á Alþingií gær hve Össur Skarphéðinsson mærði Steingrím J. Sigfússon formann Vinstri grænna og virtist sammála honum í nánast einu og öllu. Þannig hefur það ekki verið fram til þessa, því miður. Össur hefur hingað til lagt sig í líma við að setja út á og gera athugasemdir við málflutning þingmanna Vinstri grænna og finna hugmyndum þeirra allt til foráttu. En nú er pólitíska landslagið breytt. Össur glímir við eigin flokksmenn um stöðu sína innan Samfylkingarinnar, ekki síst í ljósi veikinda formannsins. Samfylkingin er í augnablikinu án leiðtoga og forystu sem mark er tekið á og það er jafnt farið að há stjórnarsamstarfinu sem og þjóðinni sem líður fyrir upplausnina á stjórnarheimilinu.Össur Skarphéðinsson gerir sér grein fyrir því að stjórnin ber feigðina í brjósti sér og aðeins tímaspursmál hvenær hún heyrir sögunni til. Hann gerir sér líka grein fyrir eigin stöðu innan flokksins og að nú þurfi hann sem aldrei fyrr að berjast fyrir sínu á þeim vettvangi. Það getur verið að stutt sé í formannsskipti í flokknum og þar ætlar Össur Skarphéðinsson sér stóran hlut. Það á eftir að reynast honum erfitt. Það er því mikið í húfi fyrir Össur að ná traustri stöðu upp úr þeim rústum sem flokkur og ríkisstjórn eru í þessa dagana. Í því ljósi er það skiljanlegt að Össur Skarphéðinsson skuli nú vera að míga utan í Steingrím J. og sýna honum áður óþekkt vinarþel. Pólitískt framhaldslíf Össurar gæti falist í því að vera í góðu vinfengi við Steingrím og Vinstri græn.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst