Ótrúlegar myndir frá Siglufirði: Brjálað veður var á svæðinu
www.pressan.is | Almennt | 20.03.2014 | 11:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 891 | Athugasemdir ( )
Miklar annir hafa verið hjá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði í nótt og í morgun. Slæmt veður var í bænum og þar fuku skúrar, bíll fór á hliðina og stór iðnaðarhurð fauk upp og brotnaði í mél. Tunnur, girðingar og fleira lauslegt hefur síðan fokið um bæinn.
Á ellefta tímanum var svo tilkynnt um að þakplötur væru að losna af hesthúsi innarlega í firðinum.
Veðrið hefur ekki að öðru leyti valdið mörgum útköllum björgunarsveita síðan um miðnætti.
Ómar Geirsson sagði í samtali við RÚV að félagar í Strákum hafi verið að til klukkan fjögur í nótt. Vindhraðinn fór mest í 50 metra á sekúndu í hviðum í morgun.
Hér má sjá nokkrar magnað myndir sem meðlimir í björgunarsveitinni Strákum tóku þegar þeir voru að aðstoða íbúa Siglufjarðar.
Myndir og texti. www.pressan.is
Athugasemdir