Ótrúlegt kvótaklúður og einelti Samfylkingarinnar

Ótrúlegt kvótaklúður og einelti Samfylkingarinnar Ríkisstjórnin setti á fót sérstaka nefnd sem hafði það eitt hlutverk að vinna að sáttum um

Fréttir

Ótrúlegt kvótaklúður og einelti Samfylkingarinnar

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Ríkisstjórnin setti á fót sérstaka nefnd sem hafði það eitt hlutverk að vinna að sáttum um fiskveiðistjórnunarkerfið og skilaði hún af sér "sáttatillögu" í september 2010, eða fyrir um níu mánuðum, sem telst vera fullur meðgöngutími.

Strax eftir að "sáttanefndin" skilaði tillögum sínum blossaði upp mikil ósátt innan og milli stjórnarflokkanna um málið og hefur Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, verið í gíslingu ýmissa stjórnarþingmanna fram á þennan dag og því ekki getað komið frá sér frumvarpi um málið, sem þó var búið að boða að lagt yrði fram í síðasta lagi í febrúarmánuði síðast liðnum.

Á þriðjudaginn mætti Jón loksins á ríkisstjórnarfund með frumvarpsdrög, en þá brá svo við að Samfylkingin trylltist og haft var eftir þingmanni flokksins, að engu líkara væri en að hópur simpansa hefði skrifað það og var Jón gerður afturreka með málið, en fyrirskipað að skila "fullbúnu" frumvarpi á aukafund ríkisstjórnarinnar sem halda átti í gærkvöldi. Vegna stríðsins milli stjórnarflokkanna var þeim fundi aflýst, en málið tekið upp á reglubundnum stjórnarfundi í morgun, en Jón gerður afturreka með það enn á ný.

Nú segir sjávarútvegsráðherrann, valdalausi, að hann geti ekkert sagt um það, hvenær frumvarpið verði lagt fram, en vonandi verði það fyrir þinglok í vor.

Þetta er að verða eitt vandræðalegasta mál ríkisstjórnarinnar frá upphafi og er þó af nægu að taka í klúðurs- og vandræðagangi á þeim bænum.

Samfylkingin lætur ekki deigan síga gegn Jóni Bjarnasyni, enda hennar heitasta ósk að bola honum úr embætti, en fyrir því er auðvitað ekki stuðningur innan stjórnarliðsins og því öllum brögðum beitt til að fá hann til að gefast upp á embættinu og segja því lausu "sjálfviljugum".

Annað eins einelti af hálfu stjórnarflokks gegn ráðherra í ríkisstjórn hefur aldrei fyrr sést í stjórnmálsögu þjóðarinnar.


mbl.is Kvótafrumvörp ekki afgreidd

Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst