Óttalegur kjáni er maðurinn
lara.blog.is/blog/lara/ | Rebel | 29.05.2009 | 17:53 | Robert | Lestrar 435 | Athugasemdir ( )
Það er alltaf jafn leitt að sjá þegar menn óttast það sem þeir þekkja
ekki vel og fáfræði er undirrót margra óhæfuverka. Ég hef aldrei skilið
af hverju menn þurfa yfirleitt að hafa sérstaka skoðun á kynhneigð
fólks, hvernig hún getur yfirhöfuð skipt nokkru máli. Það hryggir mig
þegar brotið er á fólki einungis vegna þess hverja þeir elska og
hverjum þeir vilja njóta lífsins með. Sárast er þó að sjá þegar menn
beita trúarbrögðum sem standa mörgum afar nærri en þekkt er hvernig
hægt er að beita þeim til illra verka á mörgum sviðum.
Því er leiðinlegt að sjá trúarleiðtoga trúarbragða sem um margt eru alveg ágæt beita þeim í kjánaskap vegna fáfræði sinnar. Með þessu veikir hann stöðu sína og trúarbragða sinna gagnvart upplýstu fólki og þeim sem skilja að verk manna byggjast ekki á kynhneigð þeirra því þá væri sjálfsagt búið að banna gagnkynhneigð fyrir löngu síðan. Það sér hver heilvita maður.
Sadr vill uppræta samkynhneigð |
Athugasemdir