Óvissuferð eldri borgara

Óvissuferð eldri borgara Í gærmorgun um  klukkan 09:20 fór 40 manna hópur frá Siglufirði í óvissuferð á vegum Félags eldri borgara á Siglufirði og í

Fréttir

Óvissuferð eldri borgara

Birgir Björnsson farastjóri
Birgir Björnsson farastjóri

Í gærmorgun um  klukkan 09:20 fór 40 manna hópur frá Siglufirði í óvissuferð á vegum Félags eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum


Þarna voru að sjálfsögðu á ferð eingöngu félagar í ofangreindu félagi, unglingar á öllum aldri auk bílstjórans Gísla Jónssyni, frá Suðurleiðum.

Fararstjórar voru Birgir Björnsson og Sverrir Sveinsson.
Haldið var áleiðis í gegn um Strákagöng og haldið áfram á Siglufjarðarvegi, enginn vissi nema ferðanefndin hvort haldið yrði í suðurátt á vit Lágheiðar, eða farið til vesturs lengra til Skagafjarðar.

Ekki var stoppað á Hofsós, svo var það spurning þegar að gatnamótunum til Sauðárkróks kom hvort haldið yrði á vit höfuðstaðar Skagafjarðar, svo var ekki, heldur haldið áfram.

Aftur vaknaði spurning farþega þegar kom að gatnamótunum að þjóðveg 1  hvort haldið yrð til vesturs, ef til vill á leið til Blönduóss, eða til Akureyrar.

Akureyrarleiðin var valið. Fyrsti stoppstaður reyndist ver Glerártorg, (sem margir undruðust) og þar var tilkynnt að staldrað yrði þar við í um hálfan annan klukkutíma.

Sumir notuð tækifærið og versluðu lítilsháttar, og fengu sér síðan næringu sem hentaði þar sem þetta var um hádegisbil. Síðan var lagt af stað  klukkan 13:00 og haldið inn Eyjafjörðinn, síðan yfir á veginn norðan við flugbrautina yfir fjörðinn, síðan haldið til norðurs.

Farþegar fóru að velta fyrir sér hvort farið yrði yfir Vaðlaheiðina og eitthvað austur, svo reyndist ekki heldur neðri leiðin sem lá til norðurs valin. Komið var við á stað sem heitir Laufás, þar sem er torfbæjasafn og sitthvað fleira, sumir fóru til að skoða viðkomandi svæði og fengu sér kaffisopa í leiðinn, en aðrir létu sér kaffidropann nægja. Þarna var stoppað í um þrjá stundarfjórðunga og áfram haldið til norðurs alla leið til Grenivíkur, en þar var Lítið sjóminjasafn að nafni Hlíðarendi skoðað.

Þar á eftir var haldið á þann stað sem hinn landsþekkti gæðaharðfiskur er framleiddur, það er fyrirtækið Eyjabitar. Þar var vel tekið á móti ferðalöngum sem notuð tækifærið og  keyptu sér drjúgar birgðir af þessum góða harðfiski sem þarna er framleiddur, enda var vel slegið af verðinu ef miðað er við verð í svo dæmi sé tekið hjá „lágvöru“ verslunum samborið Úrval Samkaup á Siglufirði.

Frá Grenivík var farið til baka til Akureyrar, það er stefnt var  á Kjarnaskóg og þar stoppað og veitinga, léttra og meðalsterkra notið á vegum ferðanefndarinnar.  

Frá Kjarnaskógi var aftur haldið á vit hins óvænta, keyrt inn Eyjafjörðinn  vestanverðan, talsvert lengra en fyrr um daginn, síðan þvert yfir til austurhlutans og haldið til norðurs.

Áfangstaðurinn reyndist ver vistlegur staður að nafni Öngulstaðir. Þar var hópnum tekið með kostum, brosmildum konum, dásamlega góðri súpu, síðan snilldarmatreidd lambalæri, magn eins og hver gat með góðu móti torgað, og kaffi á eftir ásamt hljómum frá nikku harmonikkusnillingsins Ninna, eins og allir nefna Sigurjón Steinsson.

Frá Öngulstöðum var svo haldið áleiðs heim til Siglufjarðar og þangað komið klukkan 21:16

Bestu þakkir til allra sem þátt tóku í þessu vel heppnaða ævintýri, Bílstjóranum Gísla, fararstjórum og nefndinni sem skipulagði þessa ferð., og ferðafélögum. - (sk)

Myndir frá ferðinni má sjá HÉRNA   ++ Hér á youtube http://www.youtube.com/watch?v=2_rMcvFUcEA&feature=channel

OG myndir á síðunni hans Sveins Þorsteins, sem hann tók í ferðinni.


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst