Pæjumót TM á Siglufirði

Pæjumót TM á Siglufirði   Þátttökutilkynningar á tuttugasta Pæjumót TM á Siglufirði hafa hrúgast inn að undanförna. Í þessum skrifuðu orðum eru 97 lið

Fréttir

Pæjumót TM á Siglufirði

 

Þátttökutilkynningar á tuttugasta Pæjumót TM á Siglufirði hafa hrúgast inn að undanförna. Í þessum skrifuðu orðum eru 97 lið skráð til leiks og örfá sæti laus í nokkrum flokkum. Á næstu dögum verður lokað fyrir skráningu á mótið. Verið er að skipuleggja glæsilega dagskrá fyrir þetta afmælismót.

 

Búið er að ganga frá því að Jógvan mun skemmta ásamt fleirum landsþekktum skemmtikröftum sem ekki er hægt að upplýsa í augnablikinu hverjir eru.
Landsliðskonur Íslands mæta vonandi á svæðið ásamt því að eitt stærsta bingó landsins, ef ekki það stærsta verður haldið á laugardagskvöldinu.
Tryggingamiðstöðin sem er aðalstyrktaraðili mótsins fær miklar þakkir fyrir að styðja við bakið á mótshöldurum og gera þeim kleift að gera mótið hið glæsilegasta.
Það verða mikið um dýrðir á þessu tuttugasta Pæjumóti TM á Siglufirði og búast má við allt að 4000 gestum í heimsókn í Síldarbæinn 6.-8. ágúst.

Með fótboltakveðju, RH.


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst