Paradísin í Hólsdalnum
Hér koma nokkrar myndir frá nýja golfsvæðinu þar sem er búið að keyra yfir nýsáningu og virðist af ásetningi.
Síðan eru myndir af dauðum silungi sem er búið að blóðga og síðan hefur honum verið hent í Hólsána aftur.
Er það svona sem við viljum ganga um okkar paradís í Hólsdalnum? Ég held ekki og ég bið alla sem eru að ganga eða ferðast um Hólsdalinn að virða lokanir og bera virðingu fyrir Hólsdalnum.
Nú er staðan þannig að um er að ræða reiðstíga, göngustíga og er vegurinn eingöngu þjónustuvegur fyrir golfvöllinn, skóg-ræktina og vatnsbólið okkar, virðum þetta, enda er öllum velkomið að ganga um svæðið.
Vallarstarfsmenn
Egill og Kári
Myndir Kári Freyr
Athugasemdir