Paramót Rauðku í blaki

Paramót Rauðku í blaki Hið árlega Paramót Rauðku í blaki fer fram Föstudaginn langa í íþróttahúsinu á Siglufirði. Mótið er haldið til styrktar

Fréttir

Paramót Rauðku í blaki

Hið árlega Paramót Rauðku í blaki fer fram Föstudaginn langa í íþróttahúsinu á Siglufirði. Mótið er haldið til styrktar Strandblaksvellinum á Siglufirði og er öllum opið en grunnreglurnar eru eftirfarandi:

-Pör þurfa að skrá sig til leiks (karl og kona eða kona og kona).

-Dregið verður í lið fyrir hverja hringu (þrjú pör mynda lið).

-Hver hrina er spiluð upp í 15 og nóg er að vinna með einu stigi.

-Spilaðar verða a.m.k. 8 hrinur en fjöldi hrina fer eftir fjölda para.

Verðlaun verða veitt efsta parinu og svo verða ýmsir happdrættisvinningar dregnir út á meðan á mótinu stendur.

Mótið hefst um 16:30 en hægt er að mæta í upphitun kl 16:00, og því lýkur fyrir kvöldmat. Kostnaður pr par er 4000.- og greiðist það á mótsstað en áður en mótið hefst. Pör eru vinsamlegast beðin um að senda skráningu á mótsstjóra (oskar@mtr.is eða 848-6726) sem fyrst þar sem einungis 36 pör geta tekið þátt á mótinu.

Nú er um að gera að taka frá nokkrar klukkustundir föstudaginn langa og mæta með góða skapið í íþróttahúsið og njóta góðrar samverustundar og um leið styrkja gott málefni.

 


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst