Páskahugleiðing...
http://signysig.bloggar.is/blogg/433280/Paskahugleiding | Rebel | 14.04.2009 | 08:37 | Robert | Lestrar 285 | Athugasemdir ( )
Ég þrái að búa i eðlilegu samfélagi. Samfélagi þar sem
hvorki rikir brjáluð uppsveifla eða brjálud niðursveifla. Guð minn góður hvað
eg þrái samfélagsbreytingar i þessu landi!
Hef verið að lesa blöðin um helgina auk þess að hlusta á fréttir inn á milli. Viðtal við Sigurð Gisla Pálmason vakti mig til umhugsunar um af hverju við leyfðum samfelaginu að fara eins og það fór a þessum fyrsta áratug þessarar aldar? Finnst það verðugt umhugsunarefni fyrir okkur öll að velta fyrir okkur hvað gerðist. Hvernig stóð a þvi að við horfðum öll á þegar verð fyrirtækjanna i Kauphöll Islands hækkaði stöðugt i verði - um tugi prosenta ár frá ári? Varla getum við kennt litlum hópi manna um það sem það gerðist - er það? Hvernig stóð a þvi að við leyfðum fjölmiðlunum - öllum - rikisfjölmiðlunum lika að fjalla um 3ja mánaða uppgjör fyrirtækjanna eins og þar væri á ferðinni eitthvað fréttaefni sem ætti erindi við okkur öll? Hvað er það i þjóðarsalinni sem gerir það að verkum að við erum svona ginkeypt fyrir dansinum i kringum gullkálfinn eða stanslausri umræðu um peninga? Af hverju erum við þess fullviss að „auðlindir" þjoðarinnar seu þess virði að öllu öðru skuli fórnað þeirra vegna? Af hverju erum við svona viss um að samstarf og samvinna við aðrar þjóðir hljóti að vera af hinu illa? Af hverju þráum við það umfram allt að finna oliu núna þegar við erum a leiðinni a botninn eftir siðustu uppsveiflu?
Getur verið að það sé til annars konar samfelag? Samfelag þar sem verslun og viðskipti með stöðugum gjaldmiðli getur blómstrað og fólk getur farið a fætur a morgnana án þess að þurfa að velta þvi fyrir sér hvernig gengið a gjaldmiðlinum er þann daginn?
Eg þrái breytingar. Raunverulegar breytingar.
Gleðilega páska!
P.S. Biðst velvirðingar á að broddstafi vantar - tölva heimilisins er biluð...
Hef verið að lesa blöðin um helgina auk þess að hlusta á fréttir inn á milli. Viðtal við Sigurð Gisla Pálmason vakti mig til umhugsunar um af hverju við leyfðum samfelaginu að fara eins og það fór a þessum fyrsta áratug þessarar aldar? Finnst það verðugt umhugsunarefni fyrir okkur öll að velta fyrir okkur hvað gerðist. Hvernig stóð a þvi að við horfðum öll á þegar verð fyrirtækjanna i Kauphöll Islands hækkaði stöðugt i verði - um tugi prosenta ár frá ári? Varla getum við kennt litlum hópi manna um það sem það gerðist - er það? Hvernig stóð a þvi að við leyfðum fjölmiðlunum - öllum - rikisfjölmiðlunum lika að fjalla um 3ja mánaða uppgjör fyrirtækjanna eins og þar væri á ferðinni eitthvað fréttaefni sem ætti erindi við okkur öll? Hvað er það i þjóðarsalinni sem gerir það að verkum að við erum svona ginkeypt fyrir dansinum i kringum gullkálfinn eða stanslausri umræðu um peninga? Af hverju erum við þess fullviss að „auðlindir" þjoðarinnar seu þess virði að öllu öðru skuli fórnað þeirra vegna? Af hverju erum við svona viss um að samstarf og samvinna við aðrar þjóðir hljóti að vera af hinu illa? Af hverju þráum við það umfram allt að finna oliu núna þegar við erum a leiðinni a botninn eftir siðustu uppsveiflu?
Getur verið að það sé til annars konar samfelag? Samfelag þar sem verslun og viðskipti með stöðugum gjaldmiðli getur blómstrað og fólk getur farið a fætur a morgnana án þess að þurfa að velta þvi fyrir sér hvernig gengið a gjaldmiðlinum er þann daginn?
Eg þrái breytingar. Raunverulegar breytingar.
Gleðilega páska!
P.S. Biðst velvirðingar á að broddstafi vantar - tölva heimilisins er biluð...
Athugasemdir