Píparar, rafvirkjar og gröfumaður

Píparar, rafvirkjar og gröfumaður Ég kom við á framkvæmdasvæði Hótels Sunnu um síðustu helgi. Á pylsurúntinum sem ég tek svona frekar oft um helgar og

Fréttir

Píparar, rafvirkjar og gröfumaður

Ég kom við á framkvæmdasvæði Hótels Sunnu um síðustu helgi.

 
Á pylsurúntinum sem ég tek svona frekar oft um helgar og þá jafnvel fljótlega eftir matinn hjá henni Ólöfu minni sá ég að þeir voru að vinna í grunninum pípararnir og rafvirkjarnir.
 
Að sjálfsögðu þurfti ég nauðsynlega að ræða aðeins við þá og hugsanlega hjálpa þeim eitthvað. Ég sagði Agnari aðeins til og þeir dáðust að þekkingu minni þeir Grétar og Eyjó píparar og Marteinn rafvirki og Lúlli á gröfunni.
 
En þarna voru þeir semsagt drengirnir að vinna við rafmagn og pípulagnir og að sjálfsögðu var þetta allt saman glæsilega gert.
 
raf og pípGrétar Sveinsson hress og kátur í kuldanum.
 
raf og pípMarteinn rafvirki á fullu.
 
raf og pípEyjólfur Bragi pósar fyrir myndavélina. Vafalaust velta margir því fyrir sér þegar þeir sjá þessa mynd, hvort Eyjólfur hafi unnið við módelstörf áður. Svarið er já.
 
raf og pípRafvirkjarnir Marteinn og Agnar að störfum.
 
raf og pípLúlli í gröfunni og Agnar Sveinsson.
 
raf og pípHér gat ég bara ekki setið á mér. Ég bara varð að segja honum Agga aðeins til.
 
raf og pípAgnar Sveinsson að störfum.
 
raf og pípLúðvík Sverrisson er virkilega fær á gröfum og allavega tækjum.
 
raf og pípGrétar Sveins að pípa.
 
raf og pípHér eru þeir svo að fara að breiða segl yfir efnið í grunninum.

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst