ŢRETTÁNDADAGSPISTILL

ŢRETTÁNDADAGSPISTILL Í dag líkur formlegu jólahaldi ţrettán dögum eftir ađfangadag. Ţetta tímabil er mér oft erfitt vegna ţess ađ ég er ekki heima. Ţá

Fréttir

ŢRETTÁNDADAGSPISTILL

Björt vetrarnótt á Siglufirđi
Björt vetrarnótt á Siglufirđi
Í dag líkur formlegu jólahaldi ţrettán dögum eftir ađfangadag. 
Ţetta tímabil er mér oft erfitt vegna ţess ađ ég er ekki heima.
Ţá er ég ađ meina 
heima á Sigló, milli hárra hvítra fjalla sem eru böđuđ í tunglskyni, norđurljósum og jólaljósum bćjarbúa og ártaliđ og ljósin  í Hvanneyrarskál bíđa ţolinmóđ eftir ađ fá ađ tilkynna öllum ađ komiđ sé nýtt ár. 
 
Viđ brennuna á tólfslaginu stendur tíminn kjurr smástund ţegar mađur snýr sér viđ og horfir upp í skál og heyrir kirkjuklukkurnar hringa inn nýtt ár. Ţá stendur mađur eitt augnablik međ annan fótinn í ţví gamla og hinn í hinu nýja. 
 
Nýtt ár, nýjir möguleikar, ný framtíđ.
 
Ţetta er sá tími sem heimţráinn ţjáir mig sem mest, hugurinn reikar til baka, til horfina jóla, horfina vina og ćttingja, allskyns minnar heimsćkja hug minn. Taka yfir sál og líkama og bera mig til yndislegra ćskuára á Sigló og ég stend mig oft ađ ţví ađ segja hátt viđ sjálfan mig: 
 
Guđ hvađ ég var heppin ađ fćđast í ţessu fallega firđi. Já......á Hverfisgötu 27 á neđri hćđinn hjá ömmu Nunnu og afa Nonna, í sama herbergi sem ég var búinn til í, tuttugasta janúar 1962 í brjáluđu verđri og eingin von um ađ komast út á sjúkrahús, ţetta gat bara ekki veriđ betra.”
 
Ćskuárinn eru náttúrulega full af sakleysi og góđum minningum, en líka af allskonar prakkara- strikum og vitleysu sem hinn fullorđni mađur sem býr í mér núna harđneitar ađ kannast viđ, ţađ er eins og einhver annar hafi gert ţetta og ég sjálfur beri enga ábyrgđ á ţessu. 
 
En ég var bara barn og vissi ekki betur.
 
Eins og ein af mínu fyrstu jólaminningum frá Hverfisgötu 27 ţar sem ég fjögurra eđa fimm ára “lánađi” rosalega fínan gylltan Ronsson kveikjara sem afi Nonni fékk í jólagjöf, lćddist út og fór niđur í geymsluna undir tröppunum og kveikti í stórum haug af  pappakössum og jólapappír sem fylltu hálfa geymsluna.
Stóđ svo ţarna í eldhafi og 
reyk, stjarfur af hrćđslu og gáttađur á ţví hvađ mađur gat gert međ ţessum flotta Ronsson kveikjara ţegar fađir minn og afi hentu sér í sparfötunum inn í reyk og sót og mér var kastađ út og ég lenti mjúkt í snjóskafli fyrir utan hurđina. Lá ekki lengi ţar ţví amma Nunna kom og tók blessađan drenginn sinn í fangiđ og viđ fylgdust međ ţegar feđgarnir slökktu eldinn og komu svo út öskureiđir í ónýtum sparfötum. 
Afi ćtlađi eitthvađ ađ fara ađ skamma drenginn sem hélt ennţá á kveikjaranum flotta, en hún Unnur Möller hélt nú annađ og hvessti augun á afa og sagđi: “Jón Ólafur, hverskonar fíflagangur er ţetta eiginlega ađ lána barninu kveikjara”svo strunsađi hún bara framhjá ţessum sótugu feđgum og fór međ mig inn, ţreif mig allan hátt og lágt og gaf mér heitt súkkulađi međ rjóma.
 
Ég ţurfti sko einga áfallahjálp, ég hafđi ömmu Nunnu.
 
 
Síđan varđ ţetta bara verra, međ allskonar slysum og óheppni sem eltu mig stanslaust í mínu brölti um brakka og bryggjur. Úr kajaka og brennusöfnunar stríđum kom mađur oft sćrđur heim en klippi kort hjá Sigurđi Lćkni á Suđurgötunni reddađi málunum og gerđi ţađ ađ verkum ađ manni blćddi sjaldan út. 
 
Ţar fyrir utan var mađur ekki bara alin upp af sínum nánustu ćttingum, allur bćrinn tók einhvernveginn ţátt í ţessu og reyndi sitt besta.
 
En ég var bara ungur og vitlaus og vissi ekki betur.
 
Síđan tók viđ 10 ára tímabil međ vaxtarverkjum og ógurlegum hormóna truflunum og ekki bćtti úr skák ţegar Bakkus bauđ upp í dans á flöskuböllum á hótel Höfn og talandi um dans ţá á ég Dansskóla Heiđars Ástvalds mikiđ ađ ţakka.

Ţarna varđ mađur ađ dansa skottís viđ ömmu sína og tjútta viđ mömmu og dansa diskó viđ stelpur á öllum aldri. Ţađ var svo gaman ađ dansa ađ ég fór oftast edrú heim, takk fyrir ţađ Heiđar Ástvaldsson.
 
Ţetta voru skrítnir tímar ţar sem 16 ára börn máttu fara á böll og kaupa límonađi í könnu á barnum til ađ blanda í áfengiđ sem var í flösku undir borđi.
 
En einhvernveginn komst mađur heill út úr ţessu eilífa gelgjuskeiđi, ţökk sé góđu fólki í ţessum fallega firđi sem tók í eyrađ á manni ţegar mađur gekk of langt. 
 
En ég var bara unglingur og vissi ekki betur.
 
Á mentaskóla árunum kom mađur bara heim um jól, páska og í sumarvinnu, eftir ţađ hefur ţetta veriđ ein allsherjar HEIMŢRÁ í 35 ár, einhversskonar rótleysi og löngun í ţađ góđa og trygga uppeldi sem mađur fékk ţarna undir bröttum fjöllum í ţröngum einangruđum firđi á norđurhjara veraldar.
 
Í dag getur mađur fariđ á inniskónum til Ólafsfjarđar til ađ heimsćkja góđa vini međ viđkomu í Héđinsfirđi og ég er aldrei beinlínis á leiđinn til Íslands eđa Reykjavíkur, ég er alltaf á leiđinn heim, HEIM á Sigló.
 
Get ekki vanist ţví ađ búa í stórborg, sé ekkert sérstakt viđ ţađ, vill ekki vera umkringdur háhýsum í mínum sjóndeildarhring. 
 
Ég vill sjá fjöll og haf ţegar ég vakna á morgnana og sömu sýn ţegar ég fer ađ sofa.
 

Og núna ţegar ég er kem mér í  vandrćđi kominn vel  yfir fimmtugt hef ég enga afsökun og enginn hleypur út úr háhýsunum hér til ađ bjarga mér.

En ég er bara seinţroska karlmađur sem ćtti ađ vita betur.

Lifiđ Heil
Jón Ólafur Björgvinsson

Texti og ljósmyndir:
Nonni Björgvins 


Athugasemdir

03.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst