Prófessor í guðfræði fyrst kvenna

Prófessor í guðfræði fyrst kvenna Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir. Nýlega urðu tímamót í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands þegar dr.

Fréttir

Prófessor í guðfræði fyrst kvenna

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir.
Nýlega urðu tímamót í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands þegar dr. Arnfríður Guðmundsdóttir var ráðin í starf prófessors í trúfræði við deildina.

Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors við deildina.

Arnfríður lagði stund á guðfræðinám við Guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi þaðan árið 1986. Síðan stundaði hún framhaldsnám í guðfræði við University of Iowa, University of Chicago og Lutheran School of Theology at Chicago en þar lauk Arnfríður doktorsprófi í guðfræði árið 1996.

Guðfræðideildin er elsta deild Háskólans en hún á rætur að rekja allt til stofnunar Prestaskólans árið 1847.

Arnfríður er dóttir Margrétar Jónsdóttur og Guðmundar Jónassonar fyrrum bústjóra á Hóli á Siglufirði.
Þau búa nú að Eyrargötu 22 á Siglufirði.

Heimildir:
http://www.visir.is/    og  http://www.ruv.is

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst