Prófessor í guðfræði fyrst kvenna
sksiglo.is | Okkar fólk | 06.01.2009 | 00:02 | | Lestrar 355 | Athugasemdir ( )
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir.
Nýlega urðu tímamót í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands þegar dr. Arnfríður Guðmundsdóttir var ráðin í starf prófessors í trúfræði við deildina.
Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors við deildina.
Arnfríður lagði stund á guðfræðinám við Guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi þaðan árið 1986. Síðan stundaði hún framhaldsnám í guðfræði við University of Iowa, University of Chicago og Lutheran School of Theology at Chicago en þar lauk Arnfríður doktorsprófi í guðfræði árið 1996.
Guðfræðideildin er elsta deild Háskólans en hún á rætur að rekja allt til stofnunar Prestaskólans árið 1847.
Arnfríður er dóttir Margrétar Jónsdóttur og Guðmundar Jónassonar fyrrum bústjóra á Hóli á Siglufirði.
Þau búa nú að Eyrargötu 22 á Siglufirði.
Heimildir:
http://www.visir.is/ og http://www.ruv.is
Nýlega urðu tímamót í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands þegar dr. Arnfríður Guðmundsdóttir var ráðin í starf prófessors í trúfræði við deildina.
Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors við deildina.
Arnfríður lagði stund á guðfræðinám við Guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi þaðan árið 1986. Síðan stundaði hún framhaldsnám í guðfræði við University of Iowa, University of Chicago og Lutheran School of Theology at Chicago en þar lauk Arnfríður doktorsprófi í guðfræði árið 1996.
Guðfræðideildin er elsta deild Háskólans en hún á rætur að rekja allt til stofnunar Prestaskólans árið 1847.
Arnfríður er dóttir Margrétar Jónsdóttur og Guðmundar Jónassonar fyrrum bústjóra á Hóli á Siglufirði.
Þau búa nú að Eyrargötu 22 á Siglufirði.
Heimildir:
http://www.visir.is/ og http://www.ruv.is
Athugasemdir