Prófkjör Framsóknarflokksins í Fjallabyggð
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 23.03.2010 | 17:54 | | Lestrar 346 | Athugasemdir ( )
Prófkjör fer fram þriðjudaginn 30. mars kl. 16-20, kosið verður að Suðurgötu 4, Siglufirði 3. hæð (mögulegt er að kjósa í anddyri 1. hæðar ef viðkomandi treystir sér ekki upp stigana) og Sandhóll, Strandgötu 25 í Ólafsfirði. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla verður að Hverfisgötu 33 Reykjavík, mánudaginn 29. mars kl. 13-18.
Reglur um þátttöku í prófkjörinu eru eftirfarandi:
• Einungis flokksbundnir framsóknarmenn geta tekið þátt
• Hægt er að skrá sig í flokkinn til og með föstudeginum 26. mars á heimasíðu www.framsokn.is
• Lögheimili þarf að vera í Fjallabyggð
• Frestur frambjóðenda til að tilkynna framboð er til sunnudagsins 28. mars. Skila skal framboði inn til Katrínar Freysdóttur, 861 4244 (katafreys@gmail.com)
Prófkjörsnefnd hvetur alla sem áhuga hafa, að taka þátt í prófkjörinu og móta þannig framtíð sveitarfélagsins
Prófkjörsnefnd
Athugasemdir