Rafrænt einelti

Rafrænt einelti Það var átakanlegt að hlusta á lýsingar hinnar 16 ára gömlu Kristínar Júlíusardóttur á einelti sem hún varð fyrir á netinu. Kristín

Fréttir

Rafrænt einelti

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Það var átakanlegt að hlusta á lýsingar hinnar 16 ára gömlu Kristínar Júlíusardóttur á einelti sem hún varð fyrir á netinu. Kristín sagði frá reynslu sinni á ráðstefnu sem SAFThelt um rafrænt einelti í gær. Kristín býr við fötlun og varð hennar vegna fyrir mjög grimmu og miskunnarlausu einelti af hendi skólasystur sinnar sem hún reyndar taldi vera vinkonu sína en kom fram undir dulnefni á netinu. Málið var kært til lögreglu á sínum tíma en ”vinkonan” gaf sig fram áður en til þess kom að lögreglan gripi til sinna ráða. Það kom einnig fram í útvarpsviðtölum í gær vegna ráðstefnunnar að stelpur virðast vera grimmari og ákafari gerendur eineltis á netinu en strákar.Strákar virðast ekki hafa tileinkað sér tæknina eins vel og stelpurnar og eru því meira í að stríða og meiða þolendur sína með beinum og milliliðalausum hætti. Stelpur eru sagðar lúmskari í sínum gerðum og nýta sér netið og símann til eineltis og þá undir nafnleynd. Flestir þeir sem hafa komið að þessum málum telja að rafrænt einelti hafa aukist mjög á síðustu árum og muni versna hratt ef ekki verður gripið til ráðstafana til að stöðva þennan óhugnað. Reyndar er það svo að fullorðið fólk virðist ekki síður en börn og unglingar nota netið til eineltis. Það er þá gert undir nafnleynd en þannig samt að ekki er um að villast á hvern verið er að ráðast. Gerendur nota þá oft nokkur leyninöfn til að fela sig á bak við og láta svo út líta að fleiri séu gerendur í málinu. Sjálfur þekki ég dæmi um að fullorðið fjölskyldufólk hefur dreift óhróðri og ósannindum um saklaust fólk í því einum tilgangi virðist vera að láta öðrum líða illa. Það er hinsvegar mjög erfitt koma í veg fyrir þetta og upplýsa um gerendur sem virðast mjög vel verndaðir í netheimum. Það er þó oftast nær vel hægt en kostar mikla fyrirhöfn. Best er þó samt að forðast þekktar kjafta- og eineltissíður eins og heitan eldinn og reyna ekki að svara fyrir sig á þeim vettvangi. Það ber sjaldnast árangur og getur gert málin verri en ella. Það getur verið auðvelt fyrir fullorðið fólk að gera slíkt en þegar um börn og unglinga er að ræða er málið erfiðara. Þar verðum við fullorðnu að koma að málunum beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir þennan óhugnað.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst