Rakel F. Björnsdóttir í viðtali á Rás 1
Rakel F. Björnsdóttir formaður Siglfirðingafélagsins ræddi um félagið, lífið á Sigló þá og nú, áföllin og sorgina í þætti Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur á Rás 1 fimmtudaginn 8. október kl. 9.05. Hægt er að nálgast viðtalið á Sarpi RÚV. Sjá hér.
Rakel þýddi nýverið bókina Þarmar með sjarma sem kom út hjá Sigfirðingnum Pétri Má Ólafssyni hjá Bjarti-Veröld og er bókin að slá í gegn hér á landi eins og hún hefur gert víða um heim. Bókin hefur verið þýdd á 30 tungumál og eru yfir 1 milljón eintaka seld.
Í bókinni er skoðað hvernig líffæri líkamans virka. Maður sér þau aldrei. Maður veit bara að þau eru að aðhafast eitthvað allan daginn þarna bak við húðina. Bókin snýst um spurningar eins og: Af hverju gubbar maður? Af hverju er einfaldara að ropa þegar maður liggur á vinstri hliðinni? Og sú staðreynd að bakteríurnar í þörmunum okkar eru að hafa áhrif á líkamsþyngdina, ónæmiskerfið og jafnvel skapið. Hvernig þá?
Útgáfu bókarinnar verður fagnaði í Eymundsson Austurstræti mánudaginn 12. október kl. 17:00 og eru íbúar Fjallabyggðar hjartanlega velkomnir.
Athugasemdir